Skinfaxi - 01.04.1956, Síða 44
44
SKINFAXI
Umf. Framsókn, Flatey, Skjálfanda, fór skemmtiferð að
Laugum 17. júní. Á félagslieimili í smiðum.
Umf. Ljótur, Laxárdal, Þing., gróðurselti um 1600 trjáplönt-
ur í gróðrarstöð félagsins.
Umf. Reykhverfingur, Reykjahverfi, Þing., vann allmikið
að endurbótum á sundlaug félagsins á Hveravöllum.
Umf. Völsungar, Húsavík, gróðursetti um 1000 plöntur i girð-
ingu Skógræktarfél. Húsavíkur.
Umf. Núpsveitunga, N.-Þing., sýndi tvo sjónleiki á árinu.
Umf. Leifur heppni, N.-Þing., sýndi tvo sjónleiki. Á i bygg-
ingu félagsheimili ásamt öðrum aðilum.
Umf. Huginn, Fellnahr., fór skemmtiferð til Akureyrar.
Umf. Fram, Hjaltastaðahr., vann við girðingu kringum
íþróttavöll og sáði í völlinn. Á félagsheimili í smíðum.
Umf. Meðallendinga, V.-Skaft., fór í hópferð til að gróður-
setja trjáplöntur í skógræktargirðingu.
Umf. Ármann, Kirkjubæjarhr., gróðursetti um 7 þús. trjá-
plöntur.
Umf. Kári Sölmundarson, Dyrhólahr., lagfærði girðingu um
trjáreit félagsins og gróðursetti trjáplöntur i hann.
Umf. Skarphéðinn, Vík, sýndi sjónleikinn „Við kertaljós“ 6
sinnum.
Umf. Trausti, Eyjafjöllum, sýndi 2 sjónleiki á árinu.
Umf. Eyfellinga, Eyjafjöllum, gróðursetti 1020 trjáplöntur á
árinu.
Umf. Njáll, V.-Landeyjum, fór skemmtiferð á Þórsmörk.
Umf. Ingólfur, Holtum, fór skemmtiferð á Hveravelli. Mál-
aði sundlaug og baðklefa.
Umf. Gnúpverja, Árn., fór skemmtiferð á hestuin. Hafði 2
leiksýningar og gróðursetti 1500 trjáplöntur.
Umf. Skeiðamanna, Skeiðahr., fór í tveggja daga skemmti-
ferð til Hveravalla og Kerlingarfjalla. Gróðursetti 5400 trjápl.
Umf. Vaka, Árn., hélt hlutaveltu og fór í skemmtiferð i
Þjórsárdal, að Gullfossi og Skálholti.
Umf. Baldur, Árn., fór í skemmtiferð um Fljótshlið og viðar,
gróðursetli trjáplöntur og vann að byggingu íþróttavallar.
Sýndi sjónleik.
Umf. Samhygð, Árn., sýndi sjónleik, fór i skógræktarferð
og skemmtiferðir.
Umf. Stokkseyrar fór i skemmtiferð til Stykkishólms.
Umf. Eyrarbakka fór í tveggja daga skemmtiferð að Kirkju-
bæjarklaustri. Gróðursetti 2000 trjáplöntur.