Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1956, Blaðsíða 26

Skinfaxi - 01.04.1956, Blaðsíða 26
26 SKINFAXI I sandgræðslu fyrir 20 árum „Allt logar af dýrð, svo vítt sem er séð.“ Klukkan er sjö að morgni. Við vinnufélagarnir fjórir stöndum á hlaðinu í Gunnarsholti og teygum að okkur tárhreint morgunloftið. Sólin skín í heiði, daggir glitra í grasi, fuglar fljúga með lofsöng um loftið. Á slíkum morgni fær tilveran á sig einhvern töfrablæ, sem gefur öllu margfalt meira gildi en endranær. — Og við félagarnir dokum við um stund, til þess að öðlast í ríkum mæli þann geðblæ, sem góðviðrið skapar. — En vinnan kallar. Og brátt erum við í óða önn að láta fræið á vagnana. Hestarnir eru spenntir fyrir. Við leggjum af stað. Nú fyrst er tími og tækifæri til þess að athuga um- hverfið, meðan við göngum með vögnunum eftir sléttri og grænni grundinni. Hér er fjallahringurinn fagur. Á alla vegu, nema í suðri og suðvestri, gnæfa fjöllin, fölblá í morgunsólskin- inu. Fannhvítir skallar Eyjafjalla- og Tindafjallajökuls rísa hæst, og geislarnir glitra og titra á ísnum. En þoku- kúfurinn lyppast um kollinn á Heklu; hún er sjaldan heið. 1 fjallaeyðu sjónhringsins til suðurs gefur að líta hæð- leikarnir standa yfir. Margt nýstárlegt mun bera fyrir augu keppenda og gesta frá öðrum heimsálfum, því að Ástralía er um margt ólík öðrum löndum. Melbourne mun fagna gestum sínum í fegursta skrúða; blómagarðar, trjálundir og víðar skemmtilendur verða í mesta blóma; baðstrendurnar bjartar og sjórinn hlýr. Verður þetta vafalaust hin fegursta umgerð um hina miklu íþróttahátíð.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.