Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.04.1956, Qupperneq 31

Skinfaxi - 01.04.1956, Qupperneq 31
SKINFAXI 31 þá er leitazt við að hafa sem bezt skjól. Fræið er plægt niður í skákir, um 10x30 m. að flatarmáli. (Vitanlega er þetta ekki óskeikult mál, heldur aðeins til þess að gefa ofurlitla hugmynd um stærð skákanna. Þær eru mismunandi eftir ástæðum.) Melfræið er mjög líkt höfrum. Skaftfellingar möluðu það, og bökuðu brauð úr mjölinu, þegar að svarf og þorrið var útlenzkt korn. Einnig notuðu menn melkorn- ið til drýginda. — En nú þurfa menn ekki á slíku að halda, eða öllu heldur, nú gera menn það ekki lengur. — Sennilega er melbrauðið heldur ekki sérlega næring- arríkt. Ég get samt ekki annað en hugsað um þennan þátt í sögu melsins, þegar ég sáldra fræinu úr hendi mér í plógfarið. — Ef til vill hefur þessi íslenzka kornjurt bjargað mannslífum. Fræið fellur í plógfarið. Ég veit það vel, að þótt plógurinn velti sandinum yfir sæðið um leið og hann býr til nýja rák, nýja hvílu fyrir önnur fræ til að þró- Sáð i sandinn.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.