Skinfaxi - 01.04.1956, Side 10
10
SKINFAXI
fylkingunni voru bornir íslenzkir fánar. Þegar fylkingin nálg-
aðist bústað skáldsins, Gljúfrastein, tóku menn að syngja ætt-
jarðarsöngva undir stjórn Jóns Guðmundssonar á Reykjum.
Er heim var komið, flutti formaður Umf. Aftureldingar, Sveinn
Þórarinsson í Hlíð, ávarp fyrir hönd sveitunga sinna. Skáldið
svaraði með ræðu. Voru viðtökur þeirra Gljúfrasteinshjóna
hinar ynnilegustu, og skiptust menn á að ganga í bæinn og
þiggja beina, en svo fjölmennt var, að ekki komust allir inn
í einu.
Þessi heimsókn var öll hin myndarlegasta og Mosfellssveit-
armönnum til mikils sóma. Verður hér á eftir birt ávarp for-
manns Umf. Aftureldingar, Sveins Þórarinssonar, og svar Nó-
belsverðlaunaskáldsins, Halldórs Kiljans Laxness.
—Avarp S)uelní f-^i
oranniáonar i
JMá,
ormannó
Um,f-. s4fture(dinffar, u'd Cj(júfrailein
//. febráar 1956
Fyrir hönd Ungmennafélagsins Afturelding og ann-
arra þeirra, sem hér eru komnir til húsa ykkar, leyfi ég
mér að ávarpa ykkur, Halldór Kiljan Laxness og frú
Auður Sveinsdóttir.
Við erum komin hér í þeim tilgangi að sýna ykkur
lítið brot af þeim vinarhug og þeirri virðingu, sem við
berum í brjósfum.
Ykkur hefur að verðskulduðu verið sýndur marghátt-
aður sómi og mikill heiður í glæstum salarkynnum af
mönnum úr æðstu stéttum og hæstu tröppum ýmissa
ríkja. Við, sveitungar ykkar, kjósum að hylla ykkur hér,
þar sem þú, Halldór, sleizt barnsskóm þínum, þar sem
þú steigst þín fyrstu spor á þeirri braut til hins mesta
heiðurs, sem skáldi getur hlotnazt. Héðan er upprunn-
inn sá ljómi orðsins listar, sem nú breiðir birtu yfir Is-
land og íslenzka þjóð, og í okkar augum yfir Mosfells-
sveitina sérstaklega.
Aldrei hefur íslenzk sveit átt frægari mann í hópi