Skinfaxi - 01.04.1956, Síða 16
16
SKINFAXI
að stríða, sem þeir þekkja bezt, sem reynt hafa, en það
gekk allt vel eftir vonum. Síðan hefur meðlimum fjölg-
að ár frá ári, en enginn sagt sig úr félaginu, sem hef-
ur átt heimili í dalnum. Tilgangur félagsins hefur ætíð
verið hinn sami, að æfa íþróttir, efla andlegt og líkam-
legt atgervi, glæða ættjarðarást og vera skemmtandi.
Félagið heldur samkomur a. m. k. 12 sinnum á ári,
þar sem fram fer söngur, ræðuhöld, upplestur og ýms-
ar íþróttir. Þá gefur félagið út blað, sem nefnist Stúf-
ur. Hann flytur greinar í bundnu og óbundnu máli og
er oft allgamansamur. Þykir hann sem lítill og ljúfur,
kærkominn á skammdegiskvöldunum. í vor er var kom
félagið upp sundpolli, kostaði hann allmikið. Á sund-
kennsla að byrja á næsta vori. Einn félagsmanna er
búinn að læra sund, á síðan að kenna hinum.
Þá er félagið að koma upp samkomuhúsi í félagi við
sveitina. Og ráðgert er, að það komi upp dálítilli gróðr-
arstöð í vor hjá samkomuhúsinu.
U.M.F.Ö. var eitt af stofnendum sambands U.M.F.l.
að Þingvöllum 1907 og hefur verið í sambandinu síðan
og vill hvetja önnur félög til að ganga í það.
Formaður félagsins er Bernharð Stefánsson á Þverá,
hann var einnig fyrsti formaður þess.
Svo ekki meira að sinni. Ég óska þér góðs gengis.
Þinn einlægur
Steingrímur Stefánsson.
1 blaðinu Degi, Akureyri, 14. júní 1950, er frá því
skýrt, að þann 4. sama mánaðar hafi Umf. öxndæla átt
50 ára afmæli. Höfundur greinarinnar er Bernharð Stef-
ánsson alþm. Þar segir:
„Þann dag (4. júní) árið 1900, sem þá var annar
hvítasunnudagur komu nokkrir drengir saman að Bakka
í öxnadal til að stofna félag. Hlaut það nafnið Iþrótta-
félag Öxndæla í fyrstu en nokkrum árum síðar var