Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1956, Page 29

Skinfaxi - 01.04.1956, Page 29
SKINFAXI 29 Þá var tilveran dökk, hugsanirnar skammar, ályktan- irnar lítilsverðar. Nú er bjart yfir öllu aftur. Sandurinn liggur og ró- legur á sínum nýja samastað, (yfirborð hans er sífelld- um breytingum undirorpið). Hvergi kvik, nema hvað melgrasið eða blaðkan, eins og við köllum það í daglegu tali, bærist mjúklega í örlitlu morgunkulinu. — Nú fær hugurinn flug, tilveran er tindrandi björt. Leið okkar liggur um uppblásið hraun. Milli grjót- hólanna blikar á blöðkuna á öllum aldursskeiðum, allt frá fíngerðum fyrsta árs nálum, til fjögra ára eða eldri stórgerðra strábrúska, sem standa á sandkúfum eða smáhölum. Blaðkan hefur sjálf myndað þessa smáhóla. Sandurinn hefur hlaðizt þannig í sáningarnar, þegar grasið hækkaði. — Þetta eru sáningar fyrri ára. Fyrsta og annars árs blaðkan er lík venjulegu vallgresi, en þó heldur hávaxnari, en fjögra ára blaðka líkist stórri stör og ber axstönglana hæst. Þeir bíða sigðarinnar, því að á haustin er axið skorið, sett í sekki, geymt til vorsins og þá þreskt. — Á vögnunum, sem klárarnir draga knálega á sandinn í dag, er fyrra árs forði. Melurinn er harðfeng jurt, og pund hans er ekki smátt, það sést á sáningunum hér í kring. Hann bindur helzt hinn fjúkandi, svarta sand. — Og nú blikar á blöðkuna í sólskininu, og hún elur í brjósti manns von um, að einhvern tíma í framtíðinni hylji gróður þessi blásnu börð, þessa víðu sandfláka, þetta eyðileggingar land,-----einhvern tíma. Friðun er fyrsta skilyrðið. Eftir tveggja tíma ferð komum við á ákvörðunarstað- inn. Þá höfum við farið yfir þvert uppblásturssvæðið, sem innan girðingar er. Hér er graslendisjaðar. — Eiginlega er þetta aðeins óblásið gróðurnes, og hin- um megin við það er víðáttumikið vikursvæði, hvítt og autt, einnig uppblásið land.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.