Skinfaxi - 01.04.1956, Blaðsíða 37
SKINFAXI
37
6x400 m. Þessar vegalengdir hleyp ég létt, meðan ég er að
komast að getu minni.
Eftir þvi sem líSur á þjálfunartímann, finn ég hversu liæfn-
in eykst. Þá eylc ég á erfiði þjálfunarinnar með því að hlaupa
hina sömu spretti oftar. Á þann hátt hleyp ég á hverjum degi
i tvær vikur. í vikunni fyrir keppni annan hvern dag. í einn
eða tvo daga hvili ég mig fyrir keppni, en kvöldið fyrir
keppnina skokka ég dálitið, aðallega mér til ánægju og helzt
á brautinni, þar sem hlaupið á að fara fram. Eg álit þetta sál-
rænan undirbúning. Maður hugsar eklci um sjálft hlaupið, en
nýtur þess að vcra léttur, hress og glaður — og á morgun
i keppninni sjálfri verður maður hinn sami maður. Ég er
sannfærður um að þessi undirbúningur er mikilsverður. Ég
þekki hástökkvara sem fótbrotnaði. Dag hvern meðan bein
hans greru haltraði hann út að gryfjunni, lagði rána á okana
í þeirri hæð, sem hann liæst liafði stokkið. Þá skoðaði hann
hana úr ýmsum áttum, svo að félagar hans fóru að óttast, að
hann væri haldinn geðsjúkdómi. Svo kom að þvi, að hann varð
heill og gat enduræft og þjálfað vöðva sína. Hann stökk yfir
hámarks stökkhæð sína í fyrstu tilraun.
— Mýkir þú þig fyrir hvert lilaup?
— Ég hleyp létt nokkra hringi og spretti dálítið úr spori við
og við. Þá tek ég nokkrar æfingar, sem miða að þvi að teygja
á vöðvunum.
Mýking er nauðsynleg af lieilsufarslegum ástæðum. Liffærin
þurfa að leggja nokkuð hart að sér, svo að erfiði áreynslunn-
ar síðar verði þeim ekki eins mikil viðbrigði og ella. Eftir að
maður hefur ræst vél, á maður að láta liana rása nokkuð áður
en maður leggur hana i erfiðið — það þekkið þið frá skelli-
nöðrunum ykkar, og þær viljið þið láta endast lengi. Hið
sama varðar líkama ykkar. Þeir þola enn síður snöggar breyt-
ingar. Mýking fyrir keppni er eklci gagnslaus orkueyðsla.
— Hvað segir þú um hið svokallaða varaandrúmsloft?
— Sjálfur finn ég ekki til þess og mun það stafa af þjálf-
uninni. En þannig er því varið, að sé hratt hlaupið, eyða vef-
ir líkamans fljótt súrefni blóðsins, svo manni liggur við
köfnun, að þvi er manni finnst, en yfirvinni maður þetta á-
stand, þá stafar það af því, að líffærin koma 'á jafnvægi milli
eyðslu, orkuveitandi efna og hreinsunar bruuaefna, svo að
eftir að jafnvægi er náð léttir manni aftur. Hjá þjálfuðum
einstaklingum verður ekki vart við þetta ástand.
Oft er orsakar liinnar liffæralegu hömlunar að leita í tauga-
óstyrk. Æðarnar herpast, svo að blóðið liefur ekki eins greiða