Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.04.1956, Qupperneq 8

Skinfaxi - 01.04.1956, Qupperneq 8
8 SKINFAXI einn fulltrúi frá hverju landi ávarp og kveðjur frá fé- lagssamtökum þjóðar sinnar. Þá var okkur boðið á sam- komur hjá ungmennafélögum, bæði í Norður- og Suður- Slésvík. Voru það hinar ánægjulegustu kvöldvökur, sótt- ar jafnt af eldri sem yngri. Svipaði þeim mjög til hlið- stæðra félagsskemmtana hér heima, þegar bezt er til þeirra vandað, nema hvað þarna var almennari þátttaka í þjóðdönsum, leikjum og söng en hér þekkist. Síðasta kvöldið var haldið kveðjusamsæti á Christi- anslyst. Þar voru bornar fram þakkir og heillaóskir þeim, sem að mótinu stóðu, svo og öðrum norrænum ungmennafélögum. Flyt ég hér með U.M.F.l. kveðjur og árnaðaróskir norrænu vikunnar. En einkum áttum við íslendingarnir að flytja U.M.F.Í. kveðjur frá stjórn- anda mótsins, Jens Marinus Jensen, með þakklæti fyrir samveruna á norræna mótinu, sem haldið var á Laugar- vatni í fyrra. Allmargir mótsgestir höfðu einnig verið hér í fyrra, og báðu þeir okkur allir að skila einlægum kveðjum til Islands og vina sinna frá Laugarvatnsmót- inu. Þá vil ég loks flytja kveðjur frá íslenzkum íþrótta- kennara við Iþróttaskólann og lýðháskólann í Sönder- borg, en það er Jón Þorsteinsson frá Dalvík. Þau hjónin reyndust okkur fjórmenningunum svo vel, að við minn- umst þeirra lengi með hlýjum hug. Að lokum þakka ég svo U.M.F.l. fyrir að gefa okkur kost á að sækja þetta mót, og eindregið hvet ég íslenzka ungmennafélaga til að sækja næsta ársmót, sem haldið verður í Svíþjóð í sumar. Islandi allt. 1 jan. 1956. Sveinn Kristjánsson.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.