Skinfaxi - 01.04.1956, Side 21
SKINFAXI
Krikketvöllurinn.
fyrir hendi þau skilyrði, scm nauðsynleg eru til' þess að hafa
þar þetta mikla alheims íþróttamót. Nú munu þessar raddir
hljóðnaðar. Astralíumenn leggja sig alla fram um að búa allt
sem vendilegast undir leikana. Og yfirvöld og alnienningur í
Melbourne leggjast á eitt urn að búa sem bezt í haginn fyrir
keppendur og áhorfendur. Er nú sjáanlegt, að allt verður til-
búið í tæka tíð. Það er aðeins fjarlægðin, sem er örðugasti
hjallinn. Eru líkindi til, að sá hjallinn reynist sumum ókleif-
ur. En allt um það verða Ólympíuleikarnir í Melbourne vafa-
laust stórglæsileg íþróttahátíð, eins og þeir hafa alltaf verið
frá því að þeir voru endurvaktir árið 1896.
MELBOURNE.
Mel'oourne er fögur borg og nýtízkuleg. Henni er svo lýst í
ferðabók Vilbergs Júlíussonar, Austur til Astralíu:
„Melbourne er höfuðborgin í Viktoríufylki. Er það minnsta
en jafnframt þéttbýlasta ríki Ástralíu, frjósamt og vel ræktað
landbúnaðarland. Þar er ræktað mikið af ávöxtum, hveiti og
öðrum korntegundum, en jafnframt stundaður blandaður bú-
skapur. Þar er margt sauðfjár og kúabúin þykja til fyrir-
myndar. Gippsland heitir frjósamasta héraðið í Viktoríuríki.
Melbourne er hins vegar fyrst og fremst iðnaðar- og verzl-
unarborg, og þar búa 60% íbúa ríkisins (l'/2 millj.). Borgin