Skinfaxi - 01.04.1956, Blaðsíða 41
SKINFAXI
41
DRENGJAMÓT UNGMENNA- OG ÍÞRÓTTASAMBANDS
AUSTURLANDS.
Drengjamót UÍA 1955 var haldið á Eskifirði sunnudaginn 4.
sept. Mótið sóttu keppendur frá 5 félögum: Austra (3), Skrúð
(3), Agli Rauða (1), Leikni (6) og frá Þrótti (5). Aðstæður til
keppni voru ekki sem beztar, kalsa veður og völlurinn heldur
lélegur malarvöllur, sérstaklega var 400 m brautin slæm.
Árangur drengjanna var þó víða góður, enda komu þarna
fram allmargir bráðefnilegir drengir, t. d. Guðni Stefánsson,
Björn Bjarnason, Guðm. Hallgrímsson og Steinar Lúðviksson
svo nokkrir séu nefndir. Úrslit í einstökum greinum voru
sem hér segir:
100 m hlaup: Guðm. Hallgrímsson, S., 12,1 sek. Albert Kemj),
S., 12,2 sek.
400 m hlaup: Guðm. Hallgrimsson, S., 64,4 sek., Albert Kemp,
S., 65,7 sek.
Víðavangshlaup: Guðm. Hallgrímsson, S., Már Hallgrímsson,
S.
Langsstökk: Guðm. Hallgrímsson, S. 5,67 m, Gisli Jónsson,
A., 5,67 m.
Þrístökk: Guðm. Ilallgrímsson, S., 12,38 m, Már Hallgrims-
son, S., 11,39 m.
Stangarstökk: Guðni Stefánsson, A., 2,73 m, Erlendur, L.,
2,53 m.
Hástökk: Guðni Stefánsson, A, 1,53 m, Kristján Garðarsson,
L., 1,50 m.
Kúluvarp: Steinar Lúðvíksson, Þ., 13,87 m, Guðni Þór Magn-
ússon, A., 12,85 m.
Kringlukast: Guðni Stefánsson, A, 36,27 m, Steinar Lúðvíks-
son, Þ., 34,85 m.
Spjótkast: Björn Bjarnason, A., 46,50 m, Már Mallgrímsson,
S., 40,80 m. (Notað var spjót fullorðinna).
Stigahæst félög: Skrúður, Hafnarnesi, 50 stig, Austri, Eski-
firði, 31 stig.
Stigahæstir einstaklingar: Guðmundur Hallgrimsson, Skrúð,
25 stig. Guðni Stefánsson, Austra, 17 stig.