Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1956, Blaðsíða 25

Skinfaxi - 01.04.1956, Blaðsíða 25
SKINFAXI 25 Frá hlaupabrautinni í Ólympíugarði. Sundlaugin í smíðum á bak við t. h., mjög sérstœtt mannvirki. handa erlendum gestum þar til í lok júnímánaðar. Þá fyrst verða þeir seldir Ástralíumönnum, ef einhverjir verða eftir. Að sumum atriðunum hafa Ástralíumenn þcgar pantað sinn hluta aðgöngumiðanna. í Ástralíu búa alls um 9 milljónir manna, svo að ekki mun skorta áhorfendur, þótt útlendingum þyki langt að fara. Alls munu verða seldir 1*4 milljón að- göngumiðar að hinum fjölmörgu Ólympíugreinum og skemmt- unum. Hefur eftirspurn erlendra manna eftir miðunum farið sívaxandi með mánuði hverjum, og gera Ástralíumenn sér því vonir um mikinn fjölda erlendra gesta, þótt um langa vegu sé að sækja. SUMAR Á SUÐURHVELI JARÐAR. Það verður fríður skari íþróttafólks, sem gengur fylktu liði á Krikkctleikvanginn í Melbourne hinn 22. nóvember. Sjötiu þjóðir hafa tilkynnt þátttöku sína, alls um 5000 íþróttamenn. Hver hópur mun að venju ganga fylktu liði undir þjóðfána sínum á leikvanginn, þegar íþróttahátíðin verður sett. Þá verður veður hið ákjósanlegasta austur þar, sumarið ekki gengið til hálfs, en í Melbourne er miðsumar um jóla- leytið. Er því gert ráð fyrir mátulegum hita, meðan Ólympíu-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.