Skinfaxi - 01.04.1956, Qupperneq 27
SKINFAXI
27
ir og hóla, sem einna helzt líkjast eyjum á opnu hafi. —
Þar hillir uppi neðri byggðir Rangárvalla, Landeyjar og
Þykkvabæ. Þessar hillingar voru mér óþrjótandi athug-
unarefni, fyrst eftir að ég kom austur hingað. — Og enn
einu sinni dáist ég að þessari hrífandi sjón„ þegar litur
sanda og grunda, engja og túna máist út og tekur á sig
líkingu af seiðandi, sólbjörtu hafi, þar sem hæstu hólar
verða heillandi eyjar og dældirnar blikandi sund.
Vagnarnir velta áfram. Við félagarnir erum þögulir.
Dýrð náttúrunnar leyfir ekki annað.
— Á slíkum morgni er sælt að ganga til vinnu sinnar.
Vörn og sókn.
Við félagarnir erum á leið til þess að sá í sandinn.
Vagnarnir eru hlaðnir með fræi, sem ætlað er í sand-
flákana innan og ofan við Gunnarsholt. — Sandurinn
er höfuðóvinur Rangárþings, og grundirnar grænu og
sléttu, þar sem Gunnarsholt stendur nú, umkringt sandi
á alla vegu. — Og þessar grundir hefðu sjálfsagt orðið
óvininum að bráð, ef mannshöndin hefði ekki gripið hér
inn í.
Brátt komumst við á sandamótin. Hér má enn sjá,
hvernig sandtungurnar hafa teygt sig upp á graslendið
og sleikt upp gróðurinn. Hér á mörkum sands og gróðr-
ar, verður manni ósjálfrátt hugsað til þess hildarleiks,
sem háður var á þessum slóðum. Hér hefir foksandurinn
ætt um með heljarafli, blásið um börð og móa, eytt tún-
um og engjum, skilið eftir gróðurlaust grjót og svartan
sand. — Hér hafa bændur og búalið staðið og starað út
í moldviðrið, ráðalausir, en þó þess meðvitandi, að bú-
jarðir þeirra voru að eyðast, byggðin að leggjast í auðn.
—Smátt og smátt, eins og seigdrepandi pest, hefur þessi
vágestur dregið klær sínar lengra og lengra úr slíðrum,
sífellt kreppt meira og meira að, þvingað menn til að
fækka búpeningi, þröngvað þeim til að sjá á bak hag-
lendi sínu, túni og engjum, stöðugt fært greip sína nær