Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1956, Side 15

Skinfaxi - 01.04.1956, Side 15
SKINFAXI 15 ræðu. Eftir að komið var úr kirkju, voru ýmsar skemmt- anir við hafðar, svo sem lesin upp kvæði, haldnar ræð- ur, mælt fyrir minnum íslenzku æskunnar, ungmenna- félagsskaparins, hinnar íslenzku ríkisstjórnar og fleiri. Margir hinir ungu menn sýndu hina forníslenzku og fögru íþrótt, glímuna, og mátti þar sjá „táp og fjör og fríska menn“. , Til nánari skýringar er hér bréf Steingríms Stefáns- sonar, sem prentað var í Skinfaxa, 9. tbl. 1. árg. 1910. Bréf til Skinfaxa. Kæri „Skinfaxi“ minn. Þú hefur verið mér kærkominn gestur í þau skipti, sem þú hefur heimsótt mig. Veit ég, að fleirum en mér er og verður koma þín kær, því að ræður þínar eru fróð- legar og fjörugar; þú ræður æskunni hollt og gott, því að þú vilt örva hana til framfara í félagsstarfinu, safna henni undir eitt merki og kenna henni að „elska, byggja og treysta á landið.“ Meðal annars ert þú við og við að segja lesendum þínum frá ungmennafélögunum úti um landið. Datt mér því í hug að setjast nú niður með penna í hönd og hripa þér nokkrar línur um ungmennafélagið í æskudalnum mínum, það heitir Ungmennafélag öxndæla. Ég var einn af stofnendum þess félags, og hef verið meðlimur þess síðan. Mér er félagið því sérlega kært, og við það eru bundnar sælar minningar mínar, og sama munu aðrir meðlimir þess segja. Ungmennafélag öxndæla er stofnað hinn 14. maí árið 1900. Stofnendur þess voru 10 að tölu, karlar og konur, allir innan fermingaraldurs, (nánar tiltekið 7 drengir og 3 stúlkur). Þú getur því víst nærri, Skinfaxi minn góður, hvern- ig skipulagið hefur verið fyrstu mánuðina, þar sem svo ungir áttu í hlut, enga reynslu eða samband annarra félaga að styðjast við og fjölda marga örðugleika við

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.