Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1956, Síða 24

Skinfaxi - 01.04.1956, Síða 24
24 SKINFAXI úr steinsteypu og tígulsteinum á undraskömmum tíma. Þetta verður heimkynni íþróttafólks víðs vegar að úr heiminum, meðan það dvelur við æfingar og íþróttakeppni í Melbourne. Ólympíubærinn getur tekið á móti 6380 íþróttamönnum, far- arstjórum og starfsfólki. Þar verða öll þægindi eftir fyllstu kröfum tímanna, nýtízkuverzlanir, hljómleikahöll, pósthús, læknis- og tannlæknisstofur. gufu- og hressingarböð, tíu veit- ingahús og þrír æfingavellir. Beinvaxin tré, rennsléttar gras- flatir og marglit blómabeð verða til skrauts milli stræta, og húsin verða máluð sterkum, smekklegum litum. Við bæjar- hliðið verða fánastengur í hvirfingu, og verður fáni hvers lands dreginn að hún um leið og lið þess mætir til leiks. ÁHORFENDUR. Þótt mest rækt hafi að sjálfsögðu verið lögð við að taka sera bezt á móti íþróttamönnum og starfsfólki, hefur þó ekki verið legið á liði sínu við að undirbúa kornu hins mikla aragrúa inn- lendra og erlendra gesta, sem búizt er við til borgarinnar, meðan á Ieikunum stendur. Það kom brátt í ljós, að gistihús borgarinnar rúmuðu ekki nema nokkurn hluta þess mann- fjölda, sem til leikanna koma. Horfði í fyrstu illa urn lausn þessa máls. En þá hlupu borgararnir sjálfir undir bagga. Þús- undum saman hafa fjölskyldur boðizt til að hýsa Ólympíu- gesti, sumar fyrir ekkert gjald. Mun húsnæðismálið nú vera um það bil leyst, þótt fjölmenni verði svo sem vonir standa frekast til. Að sjálfsögðu verður miklu meira uni að vera á Ólympíu- leikunum en sjálfar iþróttirnar. Ráðgerðar hafa verið listsýn- ingar ýmiss konar, svo sem í húsagerðarlist, höggmyndalist, teikningu og málaralist og bókmenntum. Leiksýningar verða og hljómleikar, bæði innan húss og undir berum himni, ball- ettsýningar og óperur, skrúðgöngur og skemmtisýningar. UM LANGA VEGU. Vegna þess hve langt er til Ástralíu frá hinum heimsálf- unum, hafa forvígismenn austur þar borið nokkurn kvíðboga fyrir því að útlendir gestir yrðu með færra móti á Ólympíu- leikunum. Vonir Ástralíumanna um aðsókn útlendinga hafa þó aukizt því nær sem líður að leikunum. Að sjálfsögðu gera þeir allt til að draga sem flesta erlenda gesti austur þangað. Þannig geyma þeir aðgöngumiða að ýmsum greinum leikanna

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.