Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1956, Page 43

Skinfaxi - 01.04.1956, Page 43
SKINFAXI 43 Umf. Leifur heppni, Árneshreppi, lauk við byggingu sund- laugarinnar á árinu. Stærð laugarinnar er 12,5x6 m. Umf. Geislinn, Hólmavík, sýndi sjónleikinn „Fjölskyldan í uppnáini“ tvisvar. Umf. Hvöt, Kirkjubólshr., sýndi sjónleikinn „Húsbónda- skipti“ og fór i skemmtiferð á bestum. Vann að byggingu fé- lagslieimilis. Umf. Hvöt, Blönduóshr., hóf vinnu við íþróttavöll á Blöndu- ósi. Umf. Bólstaðarhlíðarhr. lagði fram vinnu við byggingu fé- lagsheimilis í sveitinni. Umf. Vorboðinn, Engihlíðarhr., fór i 2 skemmtiferðir og gróðursetti 1000 trjáplöntur. Umf. Glóðafeykir, Skagafirði, fór í skemmtiferð austur í Þingeyjarsýslu. Þátttakendur 30. Umf. Fram, Skagafirði, hefur unnið að skógrækt og farin var grasaferð í Staðarfjöll. Umf. Æskan, Skagafirði, fór í skemmtiferð í Hrútafjörð. Umf. Tindastóll, Sauðárkróki, gróðursetti 5000 trjáplöntur við iþróttavöllinn. Umf. Árroðinn, Eyjafirði, vann að hreinsun og viðhaldi á trjáreit félagsins. Einnig var unnið að iþróttavallargerð að Laugalandi. Umf. Ársól, Eyjafirði, vann að byggingu félagsheimilis í fé- lagi við aðra aðila. Umf. Dalbúinn, Eyjafirði, vann að gróðursetningu í gróð- urreit félagsins og að byggingu Sólgarðs. Umf. Saurbæjar, Eyjafirði, sýndi sjónleikinn „Orrustan á Hálogalandi“. Umf. Framtíðin, Hrafnagilshr., lagfærði klefa við sundlaug og setti nýja girðingu kringum hana og gróðurreit fél. Umf. Dagsbrún, Eyjafirði, liélt námskcið i vikivökum og gróðursetti trjáplöntur. Umf. Svarfdæla, Dalvík, gróðursetti 210 trjáplöntur í gróð- urreit félagsins. Umf. Þorsteinn Svörfuður, Svarfaðardal, sýndi sjónleikinn „Góðir eiginmenn sofa heima“ fjórum sinnum. Umf. Atli, Svarfaðardal, byggði viðbyggingu við samkomu- hús sitt. Umf. Gaman og alvara, Ljósavatnshr., sýndi sjónleikinn „Húrra krakki“ á skemmtunum félagsins og viðar við góða aðsókn.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.