Skinfaxi - 01.04.1956, Qupperneq 22
22
SKINFAXI
stendur við Port Philip-flóa, og hefur þar verið byggð mjög
sæmileg höfn. Melbourne er önnur stærsta borg Ástralíu. Þar
hefur menningarlíf ávallt verið með miklum blóma. Þar er
ágætur háskóli, leikhús og góð skilyrði til hvers konar íþrótta-
iðkana. Þar er margs konar iðnaður stundaður og mikil verzl-
un. Fjöldi verksmiðja er í borginni, m. a. vefnaðar- og véla-
verksmiðjur. Stór hafskip leggjast við bryggju, bæði farþega-
og flutningaskip. Mikið er flutt út af framleiðsluvörum lands-
ins frá Melbourne.
Melbourne er hreinleg og vel skipulögð borg og stendur
öðrum áströlskum borgum ekkert að baki hvað það snertir.
Þegar maður gengur um hinar 90 metra breiðu götur borgar-
innar, undrast maður framsýni þeirra manna, sem unnu að
skipulagningu borgarinnar. Fimm höfuðgötur liggja samsíða,
en aðrar minni götur koma hornrétt á þær, svo að mjög auð-
velt er að rata um miðhluta borgarinnar. Borgin skiptist í
sextán minni eða stærri hverfi.
Margar stórbyggingar prýða borgina, og víða í henni eru
parkar og minni garðar til yndisauka og nytsemdar fyrir borg-
arbúa. Eins og áður er getið rennur Yarra-fljótið gegnum
borgina, og eykur það stórkostlega á fegurð hennar. Nafn þess
er tekið úr svertingjamáli og þýðir áin, sem liðast. í þessum
kafla hefur nokkuð verið minnzt á blómagarðinn á eystri
bakka árinnar, en hann er stolt og prýði Melbourneborgar.
Oðrum megin við garðinn liggur án efa ein fegursta gata borg-
arinnar, St. Kilda, rennslétt, breið, með yndislegum og hlý-
legum skógargöngum, tilkomumikil og minnir helzt á eilífðar-
götuna í París.“
ÍÞKÓTTASVÆÐIÐ.
Aðalíþróttakeppni Ólympíuleikanna fer fram á Krikketleik-
vanginum, sem liggur í útjaðri borgarinnar. Þessi leikvangur
er hinn glæsilegasti og þegar kunnur víða um lönd. Samt
verður hann endurbættur mikið. Áhorfendasvæðið tók áður
88000 manns, en með nýbyggingum og lagfæringum mun það
taka alls 110000 áhorfendur. Þegar þessum endurbótum lýkur,
mun áhorfendasvæðið ná næstum hringinn í kringum aðal-
íþróttavanginn. Það rís í 27 m hæð upp yfir leikvellina, svo
að útsýni verður harla gott. Áhorfendasvæðið er steinsteypt
og þak yfir því öllu.
Þarna er aðsetursstaður fyrir um 800 fréttamenn og íþrótta-
þuli. Verður búið eins vel að þeim og kostir frekast leyfa, svo
að þeir geti fylgzt sem bezt með öllu og útvarpað jafnharðan