Skinfaxi - 01.04.1956, Side 5
SKINFAXI
5
verðlaimaði frækilega og hlutdrægnislaust híið bezta,
yrði hér áreiðanlega þyngst á metum.
Að vísu verður naumast með réttu sagt, að útgáfufé-
lögum eins og Almenna bókafélaginu og Máli og menn-
ingu beri beinlínis skylda til að inna þetta verkefni af
höndum, nema þá helzt siðferðileg skylda. Ætti það
þó sannarlega að vera í anda þessara félaga að gefa út
ný íslenzk skáldrit, ef marka má stefnwskrá þeirra og
yfirlýsingar forystumannanna. En um Menningarsjóð
og Þjóðvinafélagið gegnir þó allt óðru máli. Því útgáfu-
félagi ber bókstaflega skylda til að efna árlega til skáld.-
ritasamkeppni. Er elcki vafi á, að sumt af útgáfubók-
um þessa fyrirtækis mætti að skaðlausu víkja fyrir svo
merkilegu verkefni. Þjóðarútgáfa á að hafa þetta lilut-
verk með höndum og lcatta þannig fram meiri og betri
listaverk. Hefðu sumir þeirra höfunda, er gáfu út skáld-
rit á síðastliðnu ári, verið góðra verðlauna verðir, og
vel hefðu þeir mátt njóta þess að geta helgað sig list
Sinni óskiptir eftir unnið afrek, þó ekki hefði verið
nema um fárra mánaða skeið.
Það geturr varla talizt vanzalaust fyrir aðra eins bók-
menntaþjóð og Islendingar vilja lcalla sig, að ekki skuli
árlega efnt t)il skáldritasamkeppni í föstu fomii eða á
annan hátt verðlaunuð ríflega þau skáldverk, sem fram
úr slcara. Þótt öll sönn listaverk séu launa verð, væri
þó rétt að miða þessa samlceppni við þá höfunda, sem
ekki eru táldir alveg komnir í fremstu röð. Yrði það
efalaust drjúg lyftistöng góðum afrekum i bókmennt-
um. Og þótt margir efnilegir höfundar séu nú starf-
andi með þjóðinni, má þó enn segja með skáldinu:
Strjáll er enn vor stórj skógur,
stendur hann engum fyrir sól.