Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1961, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.04.1961, Blaðsíða 4
rökviss svo að af bar. Enn man ég eftir setningum úr samtölum hans við sína jafnaldra um ljóð og skáldgáfu Þorsteins Erlingssonar, og þykist ég ekki hafa heyrt snilldarmenn tala með meiri skarpskyggni um þetta merkilega ljóðskáld. Ekki voru bókmenntir meginviðfangsefni við liinn kalda poll á Laugum. 1 gangnamanna- tjaldi því, sem við höfðum til afnota við sundnámið, voru kveðin kvæði og tekizt á, þegar hríðarél gengu yfir dalinn, þó að komið væri langt fram á vor. Sigfús sundkennari notaði tímann vel. Hann var afbragðssundmaður og prýðilega fallinn til mannaforustu. Allir urðu piltarnir syndir með nokkrum hætti, en mjög var þroskinn misjafn. Frá þessu fátæklega námskeiði hefur sundalda borizt víða um landið. Höfðu lærisveinar úr þessum skóla áhrif með mismunandi hætti. Þar vorum við Björn Jakobsson, jafnaldrar og skóla- bræður, tveim sinnum síðar á ævinni. Hann gerðist vaskur leiðtogi í fylkingu sinna samferðamanna um sundmennt þjóð- arinnar. Hann hefur alið upp yfir 200 sundkennara. Mér þótti Laugapollurinn kaldur og tjaldið óþétt. Lagði ég upp úr þessu trúnað á jarðhitann og tókst með ýmsu móti að fá peninga til að hagnýta á mörgum stöðum þennan furðulega nátt- úrukraft. Sextíu strákar að sundnámi við lítinn stöðupoll í sveit voru vissulega tákn tímanna um síðustu aldamót. Þúsundir ungra karla og kvenna þráðu aukinn þroska, líkamlegan og andlegan. Þessi æska og vinir hennar í sveit eldri manna var fús að fórna fé og vinnuorku til að ná erfiðu takmarki. Það var gaman að vinna með þessu fólki fyrir aldamóta- hugsjónir eins og þær komu fram í verki á þessum tíma. Kynslóðin heimtaði mik- ið: Meira frelsi. Meiri menningu. Vél- tækni á sjó og landi. Betri hús. Betri sam- göngur. Meiri list. Fullkomnari íþróttir. Verkefnin voru fjölbreytt eins og óskir þróttmikiila, skapandi einstaklinga. Ég lagði stund á að auka trú þjóðarinnar á gildi og þýðingu jarðhitans. Hvarvetna komu óteljandi áhugamenn til fylgis og forgöngu. Laugarnar hjá Reykjavík áttu að hita sundhöll, íþróttahöll, háskóla og landspítala. Eftir 12 ára umsvif fæddist sundhöllin, þó að margir væru tregir til að taka því trúboði. Æskumenn höfuðstað- arins buðu 800 dagsverk til að fá sjó úr Skerjafirði í Sundhöllina. Ekki varð úr þvi. En sundhöllin eignaðist margar dæt- ur fagrar og goðum líkar. Þær voru reist- ar við héraðs- og kvennaskóla. Þá voru gerðar sundlaugar á köldum stöðum við rafhita, kol eða olíu. Á einum áratug var sundkunnátta almennings á Is- landi komin óraleið fram úr því sem þekktist bezt með hinum gagnmenntuðu, norrænu frændum. Þetta risaspor varð ekki stigið nema af samhentri vaskleikaþjóð, sem stefndi hátt að drengilegum aflraun- um handa og hugar. Kalda tjörnin á Laugum er nú breytt á glæsilegan hátt. Æska Þingeyinga hefur reist þar miklar og traustar hallir, sem eldast með öldum. Á Laugum er mikil önn alla daga ársins. Þar á heilt hérað fullkomið félagsheimili og skóla. Þar koma stór börn og ungmenni til sundnáms. Þar stunda piltar og stúlkur bóklegt og verklegt ná.m á vordögum hverrar kyn- slóðar. Þar halda bændur og húsfreyjur sýslunnar málþing sín. Þar eiga sýslubú- ar í tugatali veggmyndir eftir mikla lista- 4 $ K I N F A X I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.