Skinfaxi - 01.04.1961, Blaðsíða 41
sveitir. Haldið var uppi knattspyrnuæfing-
um við og við yfir sumarið. Haldið var
íþróttanámskeið, sem stóð yfir helgi. Þátt-
taka var góð.
Héraðssambandið sér um trjáreit í Mið-
firði. Ýmis ungmennafélög á sambands-
svæðinu halda uppi öflugri leikstarfsemi.
Ungmennasamband Skagaf jarðar.
Iiéraðsþingið haldið á Sauðárkróki 7. og
8. maí. Haldnir voru margir stjórnarfundir
á árinu.
50 ára afmæli sambandsins var minnzt
með hófi, útgáfu afmælisrits o. fl.
Haldin voru mörg íþróttamót: Héraðsmót,
sundmót, knattspyrnumót og sundmeist-
aramót Norðurlands. Einnig tók samband-
ið þátt í öðrum mótum og kappleikjum
utan héraðs og innan.Námskeið voru
baldin á vegum sambandsins. Einstök ung-
mennafélög hafa með höndum gróður- og
skógræktarstarfsemi og taka þátt í gróð
ursetningu trjáplantna á vegum Skógrækt-
arfélagsins.
Skákmót var haldið á árinu. Keppt var
1 fjögurra manna sveitum.
Héraðsstjóri heimsótti sum félögin, og
sambandsstjórn sendi öllum fálögunum
bréf um einstök verkefni.
Ungmennasamband Eyjaf jarðar.
Héraðsþing haldið að Laugabökkum 9.—
10. apríl. Fundur stjórnar og félagafoi1-
Uianna haldinn á Akureyri 8. maí. Tólf
stjórnarfundir. Héraðsmótið var haldið að
Árskógi 28. ágúst. Keppt var í 17 greinum
U'jálsíþrótta karla og kvenna. Áður fór
fram innisamkoma með vandaðri dagskrá.
Uessi mót voru haldin auk héraðsmótsins:
Drengjamót í frjálsum íþróttum og knatt-
spyrnumót. Sambandið tók þátt í mörgum
öðrum íþróttamótum norðanlands.
U. M. S. E. stóð fyrir bændadegi Ey-
firðinga í samvinnu við bændasamtök hér-
aðsins. Var þar vönduð dagskrá, og keppni
fór fram í knattspyrnu og starfsíþróttum.
Námskeið var haldið á Dalvík — Ung-
mennafélag Svarfdæla — í skíðaíþrótt,
sem stóð yfir í 18 daga. Keppni var háð
að námskeiðinu loknu. íþróttakennai’i
ferðaðist milli félaganna í júní. júlí og
ágúst og leiðbeindi í frjálsum íþróttum,
knattspyrnu og handbolta. Farin var
gróðursetningarferð að Miðhálsstöðum í
öxnadal og gróðursettar á þriðja þúsund
trjáplöntur. Þrjú skákmót voru haldin á
árinu.
Áhugi er mikill fyrir góðu starfi hjá
mörgum félögum og fer vaxandi.
Héraðssamband Suður-Þingeyinga.
Héraðsþingið haldið í Sandvík í Bárðar-
dal í boði umf. Einingar. Á héraðsmóti
var keppt í frjálsum íþróttum, knatt-
spyrnu og skák. Keppt var í öllum venju-
legum íþróttagreinum. Sambandið tók þátt
í íþróttavöku F. R. Norrænu sundkeppn-
inni, Meistaramóti Norðurlands í frjálsum
íþróttum, knattspyrnu og sundi og svæða-
keppni vegna landsmótsins að Laugum.
Haldnar voru fjórar fjáröflunarsamkomur.
Kenndar voru frjálsar íþróttir og knatt-
spyrna á vegum sambandsins. Unnið var
að undirbúningi landsmótsins.
Stjórn sambandsins og formenn félag-
anna koma saman 1—2 á ári og' ræða mál-
efni samtakanna.
Unglingavika er á hverju sumri á veg-
um sambandsins. Áliugi flestra félaganna
er sæmilegur.
s K l n F A X I
41