Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1961, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.04.1961, Blaðsíða 13
ögrandi og hvetjandi fjallasýn og hárra tinda. Fjall hinnar heilbrigðu þjálfunar og við- leitni líkama og sálar þarf að rísa sól- roðið yfir hverri byggð lands okkar og skapa unglingum dag hvern nokkurn spöl að fara — til hins lokkandi takmarks og heillavænlega. Hin göfuga mannræktarviðleitni má aldrei niður falla neinn dag né neins stað- ar og verður að vera fjölbreytt, eins og viðfangsefni þessa móts eru margþætt. En þótt fjallið heima sé fagurt og gott að vera þar á ströndinni, á stéttinni eða í dalnum, er okkur hollt að koma hingað aftur í Reykjadal eftir 15 ár og hafa undirbúið þá komu með viðleitni til upp- byggilegs félagsstarfs með einstaklings- þroskann fyrir augum. Er við lítum til þess, hvað við aðkomu- menn, yngri og eldri, kunnum að hafa á okkur lagt til þess að komast hingað, skyldum við hafa í huga, að hér er ekki stofnað til mannfalls né mannskemmda, heldur skyldi þessi vígaslóð vera vett- vangur þroskavænlegrar viðureignar öll- um þeim til handa, er hér eru þátttak- endur og einnig njótendur. Hér verður framin margþætt íþrótt hinna 800 þátttakenda, líkamlegar íþróttir, starfskeppnir, söngur, ræðu- höld og margþættar menningarlegar skemmtanir. Allt fólk, sem kemur hingað, mun og sotja sér það mark að keppa að, að framkoma þess verði góð, svo að æsku- lýðnum verði til sæmdar, samtökum hans °g þessu ágæta héraði og íbúum þess. Héðan sér ekki mjög til hrikafjalla. En viðbúnaður heimamanna er hér með slík- um ágætum, að okkur er vígð jörð hö: luð til átakanna. Hér eru höfð í huga hin glæsilegu ytri skilyrði þessa staðar, bygginga og marg- víslegra mannvirkja, ræktar og viðreisn- ar, er hvarvetna getur að líta í þessari blómlegu byggð, en einnig innri viðreisn- ,in, sem orðið hefur hér, hugsjóna- byggingarnar, hugtúnaræktin, fórnarbar- átta brautryðjenda alþýðumenningar Þingeyinga, sem hefur orðið svo snar þáttur í þjóðmenningu okkar. Það viðreisnarstarf er orðið mikið og nær yfir langan tíma. Menn þessara byggða hér liafa lagt leið sína út á þjóðlífsvettvanginn og barizt þar svo drengilega, að okkur hefur reynzt auðveldara en ella hefði getað orðið að koma hingað, sem erum mörg frá yngri bræðrum Laugaskóla og úr félags- legu umhverfi, mótuðu af mönnum héðan. Björn heitinn Jakobsson skólastjóri, er ríkan þátt hefur átt í undirbúningi þessa móts h'fs og með tilstyrk nemenda sinna liðinn, gerði mynd af dal og ungling, er segir, — sú er undirskrift myndarinnar: ,,Hún kemur ekki í haust“. Við þessa hugsun unga mannsins slær fölva á dal- inn. Stúlkan piltsins vildi ekki vera í daln- um hans, þegar vetraði og á móti blés. Gegn þeim hugsunarhætti viljum við snúast. Við munum leitast við að gera bjart í dal Björns Jakobssonar. Takmark þessara móta er, þegar við hcyjum þau í skauti íslenzkra byggða á heitum stöðum jarðar og mannshjartna. að barátta okkar og keppni leiði til þess þroska, er býður vetri og sérhverri ein- s K l N F A X I 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.