Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1961, Blaðsíða 36

Skinfaxi - 01.04.1961, Blaðsíða 36
verða sýnd. Hinn sígildi Skugga-Sveinn eftir Matthías Jochumsson heilsar upp á okkur um jólin. Nýju leikritin eru eftir Halldór Kiljan Laxness, Sigurð A. Magr;- ússon og Sigurð Róbertsson. Laxness hefur ekki til þessa náð tökum á leikritagerð, og er ýmsum forvitni á að sjá hvort hann hafi nú sigrazt á byrj- unarörðugleikunum hvað leikritun snertir. Sigurður A. Magnússon skrifaði s. 1. vor grein um leiklist í Morgunblaðið, sem var svo vel unnin, að ekki þurfti að lesa nema fáar línur til þess að ganga úr skugga um, að þarna var á ferðinni maður með þekkingu á leiklist. Gestagangs hans verð- ur því beðið með nokkurri eftirvæntingu. Mesta athygli mun þó vafalaust vekja, að Þjóðleikhúsið ætlar nú að flytja þann söngleik, sem mestum vinsældum hefur náð á þessari öld, „My Fair Lady“, sem félagarnir Lerner og Loewe sömdu upp úr leikriti Bernard Shaw, Pygmalion. Fyrsta sýning ársins er á amerískum gamanleik eftir Ira Levin, en hann bygg- ist á skáldsögunni ,,No Time for Ser- geants“ eftir Mac Hyman. Leikurinn er að mestu leyti skop um bandaríska herinn, ekki sízt hin barnalegu átök milli land- hers og flughers, sem raunar munu þorra íslendingum lítt kunn, enda þeim lítt við- komandi. Efni leiksins nýtur sín eðlilega miklu betur í löndum, sem hafa innlendan her, en eigi að síður hlýtur hið létta skop hans að vekja kátínu allra. Gunnar Eyjólfsson hefur sett leikinn á svið og náð miklum hraða og góðum stað- setningum. Raunveruleikablæ getur naum- ast orðið um að ræða, til þess gerist of mikið af leiknum yfir Bandaríkjunum, og sumir leikendur svífa of lengi á leið til jarðar til þess að nokkur maður gleymi því, að hann er í leikhúsi. Bessi Bjarnason leikur aðalpersónuna, Villa, rem er saklaus sveitamaður á yfir- borðinu, en veit eigi að síður lengra en nef hans nær og stendur með pálmann eða öllu heldur medaliuna í höndunum að leikslokum. Bessi túlkar ágætlega sakleys- islegt útlit mannsins, sem þykist vera vit- lausari en hann er. Róbert Arnfinnsson leikur King lið- þjálfa, og skapar þarna enn eina minnis- stæða persónu. Leikur ekki á. tveirn tung- um, að Róbert er í fremstu röð íslenzkra leikara. Hann endaði leikárið í fyrra með afburðaleik í Nashyrningunum, og nú hefur hann þetta með ágætri persónusköp- un í Allir komu þeir aftur. Haraldur Björnsson fer mjög vel með lilutverk föður Villa, en annars eru flest hlutvei'k hins fjölmenna leiks svo lítil, að þau gefa ekki mikið tilefni til átaka. Er því ekki hægt að ætlast til þess að leik- ararnir hafi unnið nýja sigra í þessum spaugilega en ekki sérstaklega áhrifamikla gamanleik. Þýðing Bjarna Guðmundssonar virðist vera lipurlega gerð. Ólafur Gunnarsson. 36 S K I N F A X I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.