Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1961, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.04.1961, Blaðsíða 6
viljastyrk frá þjóðlegri vakningu og ein- lægri þrá til athafna og eflingar íslenzk- um málstað og hverju því, sem til heilla og framfara mátti verða. Stefnuskrá ung- mennafélaganna var skýrt mörkuð við stofnun Ungmennafélags Akureyrar. Hinn 1. jan. 1906 komu nokkrir ungir menn saman til fundar á Akureyri. Ætlan þeirra var að stofna félag æskumanna, er hefði fyrir mark og mið að vekja áhuga og samhug á öllu því, sem þjóðlegt væri og rammíslenzkt. Ennfremur að efla og stæla hvern og einn til að leggja fram alla sína orku því til viðreisnar og efl- ingar. Þá töldu þeir brýna nauðsyn bera til að auka andlega starfsemi meðal æsku- manna. Það þyrfti að fá æskulýðinn til að vera betur samtaka um framfaramál lands og þjóðar. Stofnfundur félagsins var 7. janúar 1906. Lög félagsins voru undirrituð 14. sama mánaðar. Var þá sungið hvatningarljóð eftir Pál Jónsson, en það hefst svo: ,,Vökum, vökum, vel er sofið, værð og svefn ei lengur stoðar. Nótt er flúin burt úr byggðum, blessuð sólin landið roðar. Upp með nýjum andans móð, upp til starfa rísi þjóð, upp með fánann, fylkjum liði þétt, fagurt hlutverk er oss öllum sett“. Tilgangur félagsins lögum samkvæmt var að reyna að safna æskumönnum landsins undir eitt merki, þar sem þeir geti barizt sem einn maður með einkunn- arorðunum: „Sannleikurinn og réttlætið fyrir öllu“. Félagið eignaðist góða stuðn- ingsmenn af eldri kynslóðinni, svo sem f -N Skúli Þorsteinsson: Æ S K A N Æskan á elcl í barmi. Æskan á bros á hvarmi. Æskan á draum í augum. Æskan á þrek í taugum. Æskan er óskaneistinn. Æskan er voriö og hreysiin Æskan á auö í hjarta. Æskan er vonin bjarta. Æskan eflist að þori. Æskan er djörf í spori. Æskan er orkulindin. Æskan er bjarta myndin. k__________________________________i séra Matthías Jochumsson og marga fleiri. Baráttumál urðu býsna mörg, og var að þeim unnið*með eldlegum áhuga. Fána- málinu var fyrst hreyft á fundi Ung- mennafélags Akureyrar 17. júní 1906. Þegar um haustið sama ár sameinaðist félagið um tillögu að fána. Næstu árin var fánamálið mjög á dagskrá með þjóð- inni, og voru það ungmennafélögin og stúdentar, sem héldu málinu vel vakandi. Án efa átti þessi barátta drjúgan þátt í því, að lausn fékkst á fánamálinu með löggildingu konungs fyrir íslenzkan þjóð- fána árið 1915. íslenzki fáninn var tákn þeirrar sigursælu baráttu, sem þjóðin háði fyrir framförum og fullu sjálfstæði. Þjóðfáninn var þá og ætti alltaf að verða til hvatningar landsmönnum öllum til að tryggja það frelsi, sem þjóðfáninn tákn- 6 S K I N F A X I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.