Skinfaxi - 01.04.1961, Blaðsíða 40
Frá skrifstofunni:
Úr skýrslum héraðssambanda 1960
Ungmennasamband Borgarfjarðar.
Héraðsþing haldið að Reykholti 29.—30.
apríl. Héraðsmót og drengjamót haldið að
Faxaborg. Keppt við A. Hún. og Akranes.
Sundmót var haldið að Varmalandi. Sam-
bandið gekkst fyrir leiðbeinendanámskeiði
í Borgarnesi að vorinu.
Ungmennasamband Dalamanna.
Héraðsþing haldið í maí. Fjórir stjórn-
arfundir. Héraðsmót var haldið 24. júlí,
keppt í frjálsum íþróttum. Sundmót fór
fram í ágúst.
Héraðssamband Strandamanna.
Héraðsþing haldið 14. apríl. Þrír stjórn-
arfundir. Héraðsmót var haldið 17. júní.
Keppt var í frjálsum íþróttum. Knatt-
spyrnumót fór fram, og sambandið tók þátt
í svæðakeppni U. M. F. I. vegna lands
arnessþings, Sundsamband Islands, Viku-
blaðið ,,Vikan“, Reykjavík, Vikublaðið
,,FáIkinn“, Reykjavík, Dráttarvélar h.f.,
Reykjavík, Samvinnutryggingar, Reykja-
vík, Smjörlíkisgerðin Akra, Akureyri,
Bókabúð Rikku, Akureyri, Bókaforlag
Odds Björnssonar, Akureyri. Linda h.f.,
Akureyri, Heildv. Tómasar Steingrímsson-
ar, Akureyri, Dagblaðið Tíminn, Reykja-
vík.
Ungmennafélag íslands þakkar gefend-
unum vinsemd í garð samtakanna.
mótsins að Laugum. Sambandið lagði fram
fé til íþróttavalla á Hólmavík og í Kirkju-
bólshreppi.
Héraðsmót Vestur-ísafjarðarsýslu.
Héraðsþing haldið 26. maí á Þingeyri.
Fjórir stjórnarfundir. Héraðsmót var
haldið að Núpi 2. og 3. júlí. Keppendur í
frjálsum íþróttum voru 60 frá fimm félög-
um. Keppt var i frjálsum íþróttum og
starfsíþróttum. Sóknarpresturinn messaði,
framkvæmdastjóri U. M. F. 1. flutti ræðu.
Sýnd var leikfimi stúlkna og pilta. Þá fór
fram keppni í mælskulist. Keppni fór fram
á sambandssvæðinu fyrir börn í fimm
greinum frjálsra íþrótta. Þátttakendur
voru 109. Iþróttanámskeið fyrir unglinga
var haldið að Núpi dagana 20. júní til 2.
júlí. Flutt voru fræðsluerindi, kenndur
dans og sýndar kvikmyndir. Haldnar voru
kvöldvökur og mikið sungið. Unnið var að
gróðursetningu trjáplantna í Botni í
Dýrafirði. Einstök félög settu niður í eig-
in gróðurreiti.
Ungmennasamband V.-Húnavatnssýslu.
Héraðsþing haldið að Melstað í marz.
Héraðsmót var haldið að Reykjaskóla 4.
sept. Keppt var í frjálsum íþróttum og
sundi. Þátttakendur 30. Keppt var á nýjum
íþróttavelli. Um kvöldið var samkoma. Þar
flutti Guðm. G. Ilagalín rithöf. ræðu.
Skákkeppni fór fram á vegum héraðs-
sambandsins, og tóku þátt í henni fjórar
40
SKIN FAX I