Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1961, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.04.1961, Blaðsíða 21
Jörgen Jörgensen, fyrrv. ráðherra. Er Árni Magnússon gefur handrit sín, er hann þá að gefa sína eign nema að nokkru? Grundtvig segir í hinum merka for- mála sínum að Heimskringluútgáfu: „Árni beitti ekki aðeins augum sínum, heldur einnig valdi sínu, að ná í handritin og gekk erinda konungs þannig“. En hér ber okkur að halda aðgreindu: konungsboði og eignarrétti danskrar þjóð- ar. Konungurinn var það af Guðs náð. Þar var ekki guðrækilegt orðaval aðeins. Kon- ungur var fjarlægur þjóð sinni, óháður lögum og rétti og raunar einnig siðgæði. Að vísu höfðu danskir kaupmenn, sem feitir voru af sjávargagni íslenzku og af- rakstri öðrum atvinnuvega okkar, gert konunginn einvaldan, en það var gert á kostnað alþýðu manna. Danska þjóðin bar konungsvaldið eins og ok um háls sér, og þar eð það var meir þýzkt en danskt, hratt þjóðin því oki af sér, er hún vaknaði til þjóðernis síns. Samtímakonungur Árna Magnússonar og Danakonungur í dag eiga fátt sameig- inlegt nema nafnið. Konungsgarður er nú ekkert annað en eitt þúsunda danskra heimila. Sól þing- ræðis og lýðræðis hefur löngu þerrað tár og svitadropa þegna, er í þrælkun reistu hallir iiinna fyrri konunga, þurrkað upp blóðpolla þeirra, er létu lífið í fangelsum hins óþjóðlega ægivalds. Svo fjarri sem konungur var danskri þjóð, var nálægð hans henni þungbærust, svo að hún varð enn verr úti en jafnvel við íslendingar. Við könnumst við, að ánauðin var verst næst Bessastöðum, og mildaði jafnvel eldur og ís og úthafsvíð- áttan óöld konungsyfirráðanna. Suðrið tekur svo að anda þýðum vind- um og brýtur niður vetrarvald hins fyrra konungdóms. Við það vaknar sumarafl dönsku þjóðarinnar, og hennar verður valdið og hefur verið það til þessa dags. Bókasafn Dana er ekki meira konung- legt, þótt kennt sé við hann, en kringlu- gerð, sem hefur kórónu yfir dyrum sín- um. s K I N F A X I 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.