Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1961, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.04.1961, Blaðsíða 12
R Æ Ð A við setningu 11. landsmóts U.M.F.Í. að Laugum 1. júlí 1961 Hér hefst nú einn mesti mannfundur á fslandi og viðureign stærst í íþrótta- sögu okkar. Einstaklingar munu keppa og fylkingar síga saman. Æskulýður úr byggðum hinna fornu Haukdæla, Sturlunga, Ásbirninga og úr öðrum landshlutum munu eiga hér til- þrifamikinn fund með sér. Hér veldur engu um valdabarátta ein- stakra höfðingja, atvikum bundin líðandi stundar. Hér munu eldar brenna keppni og áhuga, en ekki hatursglóðir né eyðingar, heldur hins gagnstæða, uppbyggingar og landsheilla. Undanfarin ár hefur æskulýður fslands innan ungmennafélagshreyfingarinnar verið að undirbúa sig undir úrslitaátök þessara daga. Á rúmri hálfri öld ungmennafélaganna hafa þau haldið 10 iandsmót, og hér hef- ur nú hafizt hið ellefta á fögrum stað í Þess vegna er það, að svo fremi hann fái notið sín sem forystumaður ungmenna- félaganna á höfuðstöðvum þeirra hér syðra, finni, að hann njóti óbilugs stuðn- ings og vökuls starfsvilja samstarfsmanna sinna, má treysta því, að þekking hans, áhugi, dugnaður og samvinnulipurð komi að ómetanlegu gagni, jafnt við ritstjórn Skinfaxa sem stjórn sambandsins. Heill fylgi starfi hans og sambandsins. Guðm. Gíslason Hagalín. hinu bezta veðri, við enn stærsta þátt- töku í hinum margháttuðu greinum þessa móts. Við vorum hér síðast á Laugum fyrir 15 árum. Síðan höfum við haslað okkur völl í Hveragerði í Árnessýslu, að Eiðum austanlands, á Akureyri hér nyrðra og síðast á Þingvöllum árið 1957. Hinn mikli liðssamdráttur okkar nú og mannaferð ungmennafélaga um héruð landsins á sér mikinn aðdraganda. Góðar samgöngur og aukin velmegun þjóðar okkar gerir þetta mögulegt. Miklu hefur til vegar komið góður stuðningur velvildarmanna æskulýðsins heima í hér- uðunum og hér á þessum stað. Það skal þegar þakkað. En mestu koma til vegar framlög þátttakenda sjálfra, þessara lið- sveita, er hér standa fyrir framan mig. Víðast bíða þeirra ærin verkefni heima fyrir, sem óleyst yrðu án þeirra. Höfum það hugfast, að hér er saman komið áhugafólk, sjálfboðaliðar, hugsjónamenn. Margri hvíldarstund hefur verið varið til þjálfunar, en einnig, og það er ef til vill mest um vert: Margri stund, sem ella hefði verið varið til einskis, hefur fyrir þetta mót verið breytt í líkamlegt þrek. fagrar hreyfingar, andlegan styrk til stríðs og starfs og viðnáms gegn freist- ingum og hvers konar spillingu. Vegna undirbúnings þessa móts, hefur mörgum æskumanni veitzt færi að beina sjónum sínum frá flatneskju hversdags- lífsins með mýraflóum menningarsnauðs skemmtanalífs og um margt til spilling- ar — upp til tinda heilbrigðrar þjálfun- ar og loks á efsta tindinn, keppninnar hér. Mót ungmennafélaganna allt frá hinu fyrsta þeirra árið 1909 hafa verið slík 12 S K I N F A X I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.