Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1961, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.04.1961, Blaðsíða 8
þeirra frá fyrstu tíð. Enginn vafi er á því, að félögunum hefur tekizt í mörgu að vera stefnunni trú. Fullyrða má, að ungmennafélögin höfðu djúptæk áhrif á fyrstu áratugunum, sem þau störfuðu hér. Vitnisburðir mætra manna, sem starfað hafa í ungmennafélagshreyfingunni fyrr á árum, liggja greinilega fyrir. Má t. d. minna á nokkuð af því, sem Tryggvi Þór- hallsson skrifaði á 25 ára afmæli Ung- mennafélags Islands. Tryggvi Þórhalls- son segir m. a.: „Aldarfjórðungsafmæli ungmennafélag- anna rifjar upp fyrir mér beztu minning- ar mínar frá unglingsárunum. Ungmenna- félögin hafa mótað mig meir en nokkur annar félagsskapur og urðu mér til óum- ræðanlegs gagns. Um allt var ungmenna- félagsskapurinn svo heilbrigður, farsæil og hressandi þau árin, sem ég naut hans, að slíkan félagsskap vildi ég helzt kjósa börnum mínum til handa“. Vitna mætti í ýmsa fleiri merka menn, sem gefið hafa ungmennafélagshreyfing- unni líkan vitnisburð. Þeir vitnisburðir eru fyrir liðinn tíma og þá helzt fyrir tvo til þrjá fyrstu áratugina, sem félögin störfuðu. Sú spurning vaknar því eðli- lega á þessari stundu, hvort þessi merku félagasamtök hafa haldið vöku sinni, hvort þau eru í dag sá aflgjafi, sem þau voru í fyrstu, hvort sá hugsjónaeldur, sem kveiktur var á stofndegi, logar enn með glæsibrag. Það hefur margt breytzt í íslenzku þjóð- lífi síðustu árin. Þótt flest megi teljast til bóta, má segja að nokkur truflun stafi af öðru, sem gæti leitt til þess, að það gleymist, sem helzt skyldi muna. Fólkið hefur flutt úr sveitum landsins til bæj- anna og segja má, að í landinu hafi orðið algjör atvinnubylting. I stað hinna frum- stæðu atvinnuhátta, hefur þjóðin tileink- að sér véltækni og framfarir, sem af slíkri þróun leiðir. Eðlilegt væri, að nokk- ur breyting gæti orðið á viðhorfi manna til hinna ýmsu þjóðfélagsmála, um leið og slík breyting á sér stað, sem raun ber vitni. Eigi að síður mun æsku nútímans treystandi til þess að gera skyldu sína. Stórfelld röskun hefur orðið í hinum ýmsu byggðarlögum vegna hinna miklu fólks- flutninga á milli landsbyggða. Áiúð 1920 munu 58% þjóðarinnar hafa búið í sveitum landsins, en árið 1959 að- eins 20%. Landbúnaðarframleiðslan hef- ur eigi að síður aukizt mjög á þessum tíma vegna véltækni og mikillar ræktun- ar. Ymsir hafa haldið því fram, að sveit- um landsins haldi áfram að blæða. Sem betur fer mun útstreymi úr sveitum lands- ins lokið, en innstreymi í sveitirnar mun koma í staðinn. Sveitirnar eru nú að fá þau þægindi, sem kaupstaðirnir höfðu einir áður. Með bættum samgöngum er einangrunin rofin. Með bættri aðstöðu mun sveitafólkið ekki vilja skipta á kjör- um við daglaunamenn í kaupstöðum. Það, sem gerzt hefur hér á landi, er líkt því, sem gerzt hefur hjá öllum öðrum þjóð- um, sem hafa tileinkað sér véltækni og verkaskiptingu. Fólkið flutti úr sveitun- um til bæjanna þar til komið var að vissu marki og þróunin snerist við. Við Islendingar eigum ekki aðeins fal- legt land, sem skáldin liafa ort svo vel um. Það, sem mestu varðar, er, að landið okkar er gott og gjöfult, að það er ríkt af möguleikum. Hin stóru landssvæði eru varasjóðir, sem munu verða ræktuð og 8 S K I N F A X I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.