Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1961, Blaðsíða 34

Skinfaxi - 01.04.1961, Blaðsíða 34
því að leiða útflytjandann fram á sviðið. Glamrið í jórtrandi „sjógörlum“ og viðr- inisháttur innflytjandans í pakkhúsveizl- unni, þar sem söngstjarnan laglausa og raddlausa átti að syngja, er að vísu ekki sem verst, en eftirlit lögreglunnar fyrir tilmæli bankans kippir algerlega grunnin- um undan gagnrýninni, svo ýkt er atriðið. Kjánastelpur mega að ósekju falla í yfir lið vegna ólyktar af úldnum fiskhausum, sem ætlaðir eru til útflutnings, en að láta líða yfir íslenzku lögregluna af þeim sökum, keyrir úr hófi. Eins og hún sé ekki vön ólyktinni. Annaðhvort hefur Róbert Arnfinnsson ekki kynnt sér manntegundina, sem ætti þó að vera næsta auðvelt, eða hann hefur veigrað sér við að túlka hana eins og hún er. Það á ef til vill að verða hlut- skipti erlendra leikara að lýsa þessu lág- kúrulega fólki eins og það á skilið, enda hefði það ef til vill komið of mikið við of marga, ef íslenzku leikurunum hefði tekizt það. Bessi Bjarnason er ekki sá innflytj- andi, sem leikritið gefur tilefni til og Haraldur Björnsson er eiginlega bara Har- aldur Björnsson, en hann á ekki beinlínis illa heima í hlutverki söngprófessorsins. Rúrik Haraldssyni er ætlað það hlut- verk að túlka hinn tiltölulega óspillta al- þýðumann, sem er á leið til Norðfjarðar til að stunda barnakennslu eftir að hafa verið í siglingum erlendis. Rúrik er tæp- lega nógu hressilegur í hlutverkinu, enda erfitt að lyfta því í samleik með Guð- björgu og Þóru. Vegna tímamismunarins í Tokío og Reykjavík tekur Ljóna á móti barna- kennaranum á flugvellinum í þeirri trú, að hann sé ríki frændinn hennar Gunnu frænku og trúlofunargilli þeirra er ákveðið að viku liðinni frá komu hans til bæj- arins. Jafnvel barnakennara frá Norðfirði truflar dansinn kringum ímyndaðan auð og upphefð. Sakleysi Austfirðingsins dug- ir ekki til að forða honum frá að ánetj- ast. Iiann verður að horfa á tengdamóð- urina tilvonandi stytta. sér aldur á eitri uppi í strompinum, áður en honum er nóg boðið, svo hann yfirgefur sviðið. Þegar sú gamla er búin að gefa upp andann og barnakennarinn er flúinn, birtist loks Fulltrúi Andans úr Japan, klæddur skikkju, sem er dökk hið ytra en gul að innan. I för með honum er kona klædd. dökkum kufli, sem höfundur kallar nunnu í leiknum, en er raunar Óljóna, sem hefur farið á flugstöðina til þess að taka á móti hinum rétta frænda Gunnu frænku. Skutulsveinar efnishyggjunnar keppast þegar við að votta hinum nýkomna gesti hollustu sína í von um umbun. Smekk- vísi margra er vel lýst þegar innflytj- andinn tekur í skikkju mannsins og spyr livað svona kosti í Japan. Fulltrúi Andans hefur lítið við þetta fólk að tala, en þeim mun meira við Kúnstner Hansen, einfætta listamanninn, sem hefur árum saman skorið út gervi- fótinn sinn og sótt örorkustyrkinn henn- ar Gunnu frænku mánaðarlega. Jón Sig- urbjörnsson leikur þennan hrjáða lista- mann prýðilega, og er leikur hans og leikur önnu Guðmundsdóttur í litlu hlut- verki Ólu eina listræna túlkunin, sem eitthvað kveður að undir misheppnaðri leikstjórn Gunnars Eyjólfssonar, sem 34 S K I N F A X I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.