Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1961, Blaðsíða 32

Skinfaxi - 01.04.1961, Blaðsíða 32
Strompleikurinn Gamanleikur í þrem þáttum eftir Halldór Kiljan Laxness. Leikstjóri: Gunnar Eyjólfsson. Leiktjöld og búningateikningar: Gunnar Bjarna- son. „Það má vel vera að þú sért innflytj- andi, en mitt fólk var bara ekki inn- flytjendur, heldur faktorsfólk og það í marga ættliði: ég heimta að minnsta kosti fjögur stykki af smörribrauði, og kampavín já heyrirðu það“. Þannig mælir Ljóna Ólfer (Óljóna) í upphafi fyrsta þáttar í Strompleik Ijax- Svæðamót U. M. F. í. í knattspyrnu vegna 11. Landsmót U. M. F. t. 1961. 1 96 0 : 1. leikur: HSÞ—Ums. Skagafjarðar 3—2. 2. leikur: Umf. Keflavíkur—Ums. Kjalarnesþings 2—1. 3. leikur: Ums. V,- Hún.—Ums. A.-Hún. 7—1. 1961 : 1. leikur: Umf. Keflavíkur—H.s. Skarp- héðinn 8—0. 2. leikur: Ums. Strandam.— Ums. V.-Hún. 3—0. 3. leikur: Ums. Borg- arfj.—Ums. Strandamanna 3—2. 4. leik- ur: HSÞ—Ums. Eyjafjarðar 1—0. Svæðakeppni í handknattleik vegna 11. Landsmóts U. M. F. t. 1961: 1. leikur: Ums. Kjaiarnesþings—Umf. Keflavíkur 8—6. 2. leikur: HSÞ—Ums. Skagafjarðar 6—5. 3. leikur: Ums. Borg- arfjarðar—HSIl (HSH gáfu leikinn). ness og gefur það eigi alllitlar upplýs- ingar um hvers konar fólk hún og móðir hennar frú Ólfer eru. 1 þriðja þætti segir Kúnstner Hansen, einfættur styrkþegi og listamaður, eilífur augnakarl hjá Ólfer- fjölr.kyldunni, við Lamba þáverandi unn- usta Ljónu: „Við vorum miljónamæringar — sem misstum miljónina. Það er að segja við lifðum á henni og urðum mik- ilmenni á henni, en eignuðumst hana aldrei“. Við þurfum ekki frekar vitnanna við. Laxness hefur leitt inn á sviðið ein- hverjar aumkvunarverðustu manntegund- ir þjóðfélagsins. Fjölskyldu „auðmanns- ins“, sem fremur sjálfsmorð þegar gjald- þrotið er óumflýjanlegt. Ekkjan og dótt- irin lifa á nafni ættarinnar og nota til þess hvaða ráð sem tiltækileg eru, önnur en að vinna á heiðarlegan hátt fyrir bi'auði. Fastatekjur þessara mæðgna eru ör- orkubætur tveggja styrkþega, Gunnu frænku og Kúnstner Hansen. Gunna frænka er sérstaklega góð mjólkurkýr, því auk 100% örorkubóta samkvæmt nýju lögunum fær hún við og við peningasend- ingar frá ríkum frænda í útlöndum. Þegar frændinn sendir henni hvorki meira né minna en 2500 dollara ávísun með fyrir- mælum um að senda hana á heilsuhæli til Miðjarðarhafsins, er móðurinni nóg boðið. Meðan dóttirin er að skemmta sér með innfiytjendum og útflytjendum, byrl- ar hún gömlu konunni eitur og gengur frá líkinu í strompinum. Þaðan í frá má ekki kveikja upp í arininum, en Kúnstner Hansen er látinn sækja örorkustyrkinn hennar Gunnu frænku eins og ekkert hafi í skorizt. 32 S K I N F A X 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.