Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1961, Blaðsíða 37

Skinfaxi - 01.04.1961, Blaðsíða 37
Ársbréf sambandsstjórnar U.M.F.Í Kæru félagar! Eins og að undanförnu sendum við nokkrar línur með eyðublöðunum undir ársskýrsluna. Þær eiga að veita upplýs- ingar um starfsemi U. M. F. I. og minna á helztu málefni sambandsins. Skrifstofa og starfsmenn. Skrifstofan er á Lindargötu 9A. Hún er opin klukkan 4,30—7,00 alla virka daga nema laugardaga. Auk þess er fram- kvæmdastjóri til viðtals á skrifstofunni eftir samkomulagi. Sími skrifstofunnar er 12546. Heimasími framkvæmdastjóra er 12204. Auk venjulegra skrifstofustarfa og fyrirgreiðslu í þágu félaganna annast framkvæmdastjóri afgreiðslu og inn- heimtu Skinfaxa. Þess er vænzt, að ung- mennafélagar líti inn á skrifstofuna þegar þeir eru á ferð í Reykjavík. Skúli Þorsteinsson er framkvæmdastjóri U. M. F. I., séra Eiríkur J. Eiríksson rit- stjóri Skinfaxa, Stefán Ói. Jónsson leið- beinandi í starfsíþróttum og Þórður J. Pálsson skógarvörður í Þrastaskógi. 22. sambandsþing U. M. F. 1. Sambandsþingið var haldið að Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu dagana 29. og -30. júní. Helztu málefni þingsins voru: íþróttamál, starfsíþróttir, bindindismál, skógræktarmál, félagsheimilin og rekstur þeirra og félagslegt uppeldi. Fréttir og samþykktir frá þinginu voru birtar í blöðum og útvarpi. Einnig verða þær birtar í Skinfaxa. Þingið sátu 60 fulltrúar auk stjórnar og gesta. Forseti I. S. 1. var sérstaklega boð- inn á þingið og landsmótið. Mikill áhugi ríkti á þinginu um málefni samtakanna. Munið að lesa samþykktir þingsins í Skinfaxa. 11. landsmót IJ. M. F. í. Mótið var lialdið á Laugum í Suður- Þingeyjarsýslu 1. og 2. júlí. Þátttakendur í íþróttum voru 343. Þátttakendur í leik- fimi, þjóðdönsum, söng og fararstjórn flokka 314. Dómarar og starfsmenn við keppni voru um 80. Mikill fjöldi ung- mennafélaga vann að undibrúningi mótsins og margs konar þjónustu mótsdagana. Héraðssamband Suður-Þingeyinga sá um framkvæmd mótsins. Óskar Ágústsson vav formaður framkvæmdanefndar, en Ár- mann Pétursson var fulltrúi U. M. F. T. í nefndinni. Mótið var mjög vel sótt og' fór ágæt- lega fram. Undirbúningur allur var góður. Skinfaxi. Stjórn U. M. F. I. vill sérstaklega minna á Skinfaxa. Allir ungmennafélagar ættu að telja sér skylt að kaupa tímarit samtak- anna. Skinfaxi flytur fréttir af starfi fé- laganna og margs konar annað efni til fróðleiks og skemmtunar. Síðastliðið ár var hverju ungmennafélagi sérstaklega sent eitt eintak af Skinfaxa í fullu trausti á skilvísa greiðslu. Skinfaxi verður merki- leg heimild um starf samtakanna þegar tímar líða. Stjórn U. M. F. I. treystir því. að fé- 5 K I N F A X I 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.