Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1961, Page 37

Skinfaxi - 01.04.1961, Page 37
Ársbréf sambandsstjórnar U.M.F.Í Kæru félagar! Eins og að undanförnu sendum við nokkrar línur með eyðublöðunum undir ársskýrsluna. Þær eiga að veita upplýs- ingar um starfsemi U. M. F. I. og minna á helztu málefni sambandsins. Skrifstofa og starfsmenn. Skrifstofan er á Lindargötu 9A. Hún er opin klukkan 4,30—7,00 alla virka daga nema laugardaga. Auk þess er fram- kvæmdastjóri til viðtals á skrifstofunni eftir samkomulagi. Sími skrifstofunnar er 12546. Heimasími framkvæmdastjóra er 12204. Auk venjulegra skrifstofustarfa og fyrirgreiðslu í þágu félaganna annast framkvæmdastjóri afgreiðslu og inn- heimtu Skinfaxa. Þess er vænzt, að ung- mennafélagar líti inn á skrifstofuna þegar þeir eru á ferð í Reykjavík. Skúli Þorsteinsson er framkvæmdastjóri U. M. F. I., séra Eiríkur J. Eiríksson rit- stjóri Skinfaxa, Stefán Ói. Jónsson leið- beinandi í starfsíþróttum og Þórður J. Pálsson skógarvörður í Þrastaskógi. 22. sambandsþing U. M. F. 1. Sambandsþingið var haldið að Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu dagana 29. og -30. júní. Helztu málefni þingsins voru: íþróttamál, starfsíþróttir, bindindismál, skógræktarmál, félagsheimilin og rekstur þeirra og félagslegt uppeldi. Fréttir og samþykktir frá þinginu voru birtar í blöðum og útvarpi. Einnig verða þær birtar í Skinfaxa. Þingið sátu 60 fulltrúar auk stjórnar og gesta. Forseti I. S. 1. var sérstaklega boð- inn á þingið og landsmótið. Mikill áhugi ríkti á þinginu um málefni samtakanna. Munið að lesa samþykktir þingsins í Skinfaxa. 11. landsmót IJ. M. F. í. Mótið var lialdið á Laugum í Suður- Þingeyjarsýslu 1. og 2. júlí. Þátttakendur í íþróttum voru 343. Þátttakendur í leik- fimi, þjóðdönsum, söng og fararstjórn flokka 314. Dómarar og starfsmenn við keppni voru um 80. Mikill fjöldi ung- mennafélaga vann að undibrúningi mótsins og margs konar þjónustu mótsdagana. Héraðssamband Suður-Þingeyinga sá um framkvæmd mótsins. Óskar Ágústsson vav formaður framkvæmdanefndar, en Ár- mann Pétursson var fulltrúi U. M. F. T. í nefndinni. Mótið var mjög vel sótt og' fór ágæt- lega fram. Undirbúningur allur var góður. Skinfaxi. Stjórn U. M. F. I. vill sérstaklega minna á Skinfaxa. Allir ungmennafélagar ættu að telja sér skylt að kaupa tímarit samtak- anna. Skinfaxi flytur fréttir af starfi fé- laganna og margs konar annað efni til fróðleiks og skemmtunar. Síðastliðið ár var hverju ungmennafélagi sérstaklega sent eitt eintak af Skinfaxa í fullu trausti á skilvísa greiðslu. Skinfaxi verður merki- leg heimild um starf samtakanna þegar tímar líða. Stjórn U. M. F. I. treystir því. að fé- 5 K I N F A X I 37

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.