Skinfaxi - 01.04.1961, Blaðsíða 11
Kveðjur og árnoðaróskir
Árið áður en ég tók við Skinfaxa, hafði
aðeins komið út af honum eitt blað. Það
leiddist svo í tal milli mín og vinar míns,
séra Eiríks Eiríkssonar, hverjar horfur
væru um útkomu blaðsins, og varð það úr,
að ég bauðst til að taka við ritstjórninni
og koma reglu á útgáfuna, en þá er tiltæk-
ur væri ritstjóri, sem væri í nánum tengsl-
um við ungmennafélögin og gæti annað
því að koma blaðinu út, léti ég af rit-
stjórn, þar eð hvorki væri því til að dreifa,
að mig skorti viðfangsefni, né greiðsla
fyrir ritstjórn blaðsins væri það há, að
ég gæti þess vegna freistast til að sinna
henni frekar öðrum ritstörfum.
Þegar séra Eiríkur Eiríksson fluttist
til Þingvalla, taldi ég ekki aðeins eðli-
legt, heldur og sjálfsagt, að hann tæki
við ritstjórn Skinfaxa og sagði henni því
upp. Og nú kemur blaðið í fyrsta skipti
út undir stjórn hans, þótt enn sé ekki
ráðið, hvernig hagað verði útkomu þess,
heftafjölda og efnisvali.
Séra Eiríkur er maður, sem notið hefur
horft djörf til framtíðarinnar með þann
ákveðna ásetning að halda stefnu ung-
mennafélagshreyfingarinnar í heiðri og
vinna samkvæmt þeirri stefnu.
Ungmennafélagar, góðir áheyrendur,
megi íslenzk æska ávallt halda á lofti
þeim kyndli, sem kveiktur var með stofn-
un Ungmennafélags Akureyrar 1906. Megi
sú hugsjón, sem þá var vakin, ávallt vera
veruleiki og verða aflgjafi og leiðarljós
íslenzkri æsku í nútíð og um alla framtíð.
óvenjulegs trausts hjá ungmennafélögum
þessa lands. Hann hefur verið sambands-
stjóri þeirra og sameiningartákn um ára-
tugi, enda eru honum mál þeirra ærið
hjartfólgin, og þrátt fyrir allar þær öldur
erlendrar sýndarmennsku og ómenningar,
sem yfir þjóðina hafa gengið og fært
öðru hverju í kaf þær fornu dyggðir og
þær fleygu hugsjónir, sem ungmenna-
hreyfingin hefur frá upphafi vega dáð
og haft í heiðri, hefur honum aldrei
komið til hugar að efast um, að ung-
mennafélögin mundu lifa og merki þeirra
ljóma áður en langt liði, eigi síður en
forðum, þá er það í gerningahríð sundr-
ungar og uppflosnunaranda skein sem
sól í heiði og lýsti til þjóðlegrar menn-
ingarsóknar þúsundum ungra sveina og
meyja á landi hér.
Séra Eiríkur Eiríksson hefur um langt
skeið verið hollvinur minn. og ég mundi
engan eiga betri. Við höfum löngum rætt
margvísleg hugsjóna- og vandamál mér
til mikillar ánægju og oft þekkingarauka.
Hann er víðlesinn, hefur fátt — og ekk-
ert viljandi — látið fram hjá sér fara,
sem máli kynni að geta varðað, hvort sem
það tekur til allra, cem þessa jörð byggja,
eða einungis til okkar Islendinga. Hann
er jákvæður maður að eðli, trúmaður á
mátt og sigur gróðrarafla lífsins, og hann
er gæddur þeirri náðargáfu að geta séð
skoplegar hliðar á sjálfum sér og öðrum
— og þá einnig á ýmsum málefnum —
á,n þess að hið skoplega rýri gildi manna
eða mála. Hann er og gæddur mikilli
starfsorku, frábærum dugnaði og ein-
stæðri samvizkusemi, og reyndust þessir
eiginleikar hans ómetanlegir í skólastarfi
hans á Núpi.
1 1
s K I N F A X I