Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1961, Blaðsíða 49

Skinfaxi - 01.04.1961, Blaðsíða 49
Þingið fagnar unnum sigri í handritamálinu og skorar á ríkisstjórn og Alþingi að fylgja málinu enn fast eftir. Þingið telur aðkallandi, að þegar verði hafizt handa um hæfilega viðtöku handritanna og varðveizlu, þannig að gætt sé vísindalegra nota þeirra, en um leið sé þeim búinn staður með hliðsjón af þjóðlegri þýðingu þeirra og sögu. a) Þingið lýsir fylgi sínu við þá hugmynd að gera skógrækt að föstum lið í starfsemi skólanna með heimild í lögum og njóti hún þá hliðstæðrar fyrirgreiðslu frá hendi hins opinbera og aðrir þættir fræðslustarfsins. b) Þingið lýsir ánægju sinni yfir aukinni gróð- ursetningu í Þrastaskógi og þakkar gestum, sem heimsækja skóginn, ágæta umgengni. c) Þingið telur æskilegt, að hvert einstakt ung- mennafélag fái land til umráða til skógræktar. d) Þingið hvetur ungmennafélögin til þess að stuðla að því að koma sem víðast upp trjágörðum, er fegri umhverfi heimilanna og veiti þeim skjól. Þar sem vitað er, að fornbókmenntir vorar eru dýrmætasti menningararfur þjóðarinnar og sterk- asta stoð þjóðernis vors, ber brýna nauðsyn til þess, að þjóðin vanræki þær ekki. Þingið telur því sjálfsagt, að aúkinn verði lest- ur fornsagna í skólum landsins og að komið verði upp fjölbreyttu myndasafni frá merkum sögu- stöðum til notkunar við sögukennslu. í því sam- bandi vill þingið benda á, að reynt verði að nota kvikmyndatæknina í þágu þessa máls. Þingið þakkar Sigurði Greipssyni skólastjóra og konu hans fórnfúst skólastarf í 30 ár og felur sambandsstjórn UMFÍ að vinna að því við ríkis- stjórn og Alþingi, að Haukadalsskólinn njóti ör- uggrar fjárhagslegrar aðstoðar ríkisins. Þingið beinir þeim tilmælum til almennings í landinu, að hann geri sér ljósa þá alvarlegu hættu, sem stafar af neyzlu áfengis og bendir á sívaxandi drykkjuskap unglinga, sem er að verða þjóðarböl. Skorar þingið á alla hugsandi menn og konur að gera sitt til að breyta þeim tíðar- anda, sem lítur á vínneyzlu sem sjálfsagðan og eðlilegan hlut. Telur þingið, að slíkt taki því aðeins breyting- um, að hver ábyrgur þjóðfélagsþegn leitist við að vera æskulýðnum fyrirmynd um reglusemi og hófsemi. Þá skorar þingið á Alþingi og ríkisstjórn að leggja niður allar vínveitingar af hálfu opin- berra aðila og telur, að hið opinbera eigi að ganga á undan í baráttu fyrir breyttum háttum í þessu efni. Þingið beinir þeim tilmælum til hæstvirtrar ríkisstjórnar, að hún setji reglugerð um vega- bréfaskyldu allra manna 16 ára og eldri. Verði menn m. a. skyldaðir til að framvísa vegabréfum sínum, þegar þeir kaupa áfengi og annars staðar, þar sem kröfur eru gerðar til lágmarksaldurs. Þingið varar við þeim áhrifum, sem langvar- ar.di dvöl erlends herliðs í landinu hlýtur að iiafa á þjóðerni og tungu landsmanna. Þingið skorar á Alþingi og ríkisstjórn að endurskoða hið fyrsta afstöðu sína til dvalar varnarliðsins. Þingið telur ekki eðlilegt, að her dvelji í landinu á frið- artímum. Sambandsstjórn var endurkjörin. Hana skipa: Séra Eiríkur J. Eiríksson sambandsstjóri Jón Ólafsson, bóndi, Brautarholti, ritari Ármann Pétursson, skrifstofum., Álftan., féhirðir Skúli Þorsteinsson, kennari, Rvík, varasamb.stjóri Stefán Ólafur Jónsson, Rvík, meðstjórnandi. S K I N F A X I 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.