Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1961, Page 32

Skinfaxi - 01.04.1961, Page 32
Strompleikurinn Gamanleikur í þrem þáttum eftir Halldór Kiljan Laxness. Leikstjóri: Gunnar Eyjólfsson. Leiktjöld og búningateikningar: Gunnar Bjarna- son. „Það má vel vera að þú sért innflytj- andi, en mitt fólk var bara ekki inn- flytjendur, heldur faktorsfólk og það í marga ættliði: ég heimta að minnsta kosti fjögur stykki af smörribrauði, og kampavín já heyrirðu það“. Þannig mælir Ljóna Ólfer (Óljóna) í upphafi fyrsta þáttar í Strompleik Ijax- Svæðamót U. M. F. í. í knattspyrnu vegna 11. Landsmót U. M. F. t. 1961. 1 96 0 : 1. leikur: HSÞ—Ums. Skagafjarðar 3—2. 2. leikur: Umf. Keflavíkur—Ums. Kjalarnesþings 2—1. 3. leikur: Ums. V,- Hún.—Ums. A.-Hún. 7—1. 1961 : 1. leikur: Umf. Keflavíkur—H.s. Skarp- héðinn 8—0. 2. leikur: Ums. Strandam.— Ums. V.-Hún. 3—0. 3. leikur: Ums. Borg- arfj.—Ums. Strandamanna 3—2. 4. leik- ur: HSÞ—Ums. Eyjafjarðar 1—0. Svæðakeppni í handknattleik vegna 11. Landsmóts U. M. F. t. 1961: 1. leikur: Ums. Kjaiarnesþings—Umf. Keflavíkur 8—6. 2. leikur: HSÞ—Ums. Skagafjarðar 6—5. 3. leikur: Ums. Borg- arfjarðar—HSIl (HSH gáfu leikinn). ness og gefur það eigi alllitlar upplýs- ingar um hvers konar fólk hún og móðir hennar frú Ólfer eru. 1 þriðja þætti segir Kúnstner Hansen, einfættur styrkþegi og listamaður, eilífur augnakarl hjá Ólfer- fjölr.kyldunni, við Lamba þáverandi unn- usta Ljónu: „Við vorum miljónamæringar — sem misstum miljónina. Það er að segja við lifðum á henni og urðum mik- ilmenni á henni, en eignuðumst hana aldrei“. Við þurfum ekki frekar vitnanna við. Laxness hefur leitt inn á sviðið ein- hverjar aumkvunarverðustu manntegund- ir þjóðfélagsins. Fjölskyldu „auðmanns- ins“, sem fremur sjálfsmorð þegar gjald- þrotið er óumflýjanlegt. Ekkjan og dótt- irin lifa á nafni ættarinnar og nota til þess hvaða ráð sem tiltækileg eru, önnur en að vinna á heiðarlegan hátt fyrir bi'auði. Fastatekjur þessara mæðgna eru ör- orkubætur tveggja styrkþega, Gunnu frænku og Kúnstner Hansen. Gunna frænka er sérstaklega góð mjólkurkýr, því auk 100% örorkubóta samkvæmt nýju lögunum fær hún við og við peningasend- ingar frá ríkum frænda í útlöndum. Þegar frændinn sendir henni hvorki meira né minna en 2500 dollara ávísun með fyrir- mælum um að senda hana á heilsuhæli til Miðjarðarhafsins, er móðurinni nóg boðið. Meðan dóttirin er að skemmta sér með innfiytjendum og útflytjendum, byrl- ar hún gömlu konunni eitur og gengur frá líkinu í strompinum. Þaðan í frá má ekki kveikja upp í arininum, en Kúnstner Hansen er látinn sækja örorkustyrkinn hennar Gunnu frænku eins og ekkert hafi í skorizt. 32 S K I N F A X 1

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.