Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1961, Síða 21

Skinfaxi - 01.04.1961, Síða 21
Jörgen Jörgensen, fyrrv. ráðherra. Er Árni Magnússon gefur handrit sín, er hann þá að gefa sína eign nema að nokkru? Grundtvig segir í hinum merka for- mála sínum að Heimskringluútgáfu: „Árni beitti ekki aðeins augum sínum, heldur einnig valdi sínu, að ná í handritin og gekk erinda konungs þannig“. En hér ber okkur að halda aðgreindu: konungsboði og eignarrétti danskrar þjóð- ar. Konungurinn var það af Guðs náð. Þar var ekki guðrækilegt orðaval aðeins. Kon- ungur var fjarlægur þjóð sinni, óháður lögum og rétti og raunar einnig siðgæði. Að vísu höfðu danskir kaupmenn, sem feitir voru af sjávargagni íslenzku og af- rakstri öðrum atvinnuvega okkar, gert konunginn einvaldan, en það var gert á kostnað alþýðu manna. Danska þjóðin bar konungsvaldið eins og ok um háls sér, og þar eð það var meir þýzkt en danskt, hratt þjóðin því oki af sér, er hún vaknaði til þjóðernis síns. Samtímakonungur Árna Magnússonar og Danakonungur í dag eiga fátt sameig- inlegt nema nafnið. Konungsgarður er nú ekkert annað en eitt þúsunda danskra heimila. Sól þing- ræðis og lýðræðis hefur löngu þerrað tár og svitadropa þegna, er í þrælkun reistu hallir iiinna fyrri konunga, þurrkað upp blóðpolla þeirra, er létu lífið í fangelsum hins óþjóðlega ægivalds. Svo fjarri sem konungur var danskri þjóð, var nálægð hans henni þungbærust, svo að hún varð enn verr úti en jafnvel við íslendingar. Við könnumst við, að ánauðin var verst næst Bessastöðum, og mildaði jafnvel eldur og ís og úthafsvíð- áttan óöld konungsyfirráðanna. Suðrið tekur svo að anda þýðum vind- um og brýtur niður vetrarvald hins fyrra konungdóms. Við það vaknar sumarafl dönsku þjóðarinnar, og hennar verður valdið og hefur verið það til þessa dags. Bókasafn Dana er ekki meira konung- legt, þótt kennt sé við hann, en kringlu- gerð, sem hefur kórónu yfir dyrum sín- um. s K I N F A X I 21

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.