Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1961, Page 13

Skinfaxi - 01.04.1961, Page 13
ögrandi og hvetjandi fjallasýn og hárra tinda. Fjall hinnar heilbrigðu þjálfunar og við- leitni líkama og sálar þarf að rísa sól- roðið yfir hverri byggð lands okkar og skapa unglingum dag hvern nokkurn spöl að fara — til hins lokkandi takmarks og heillavænlega. Hin göfuga mannræktarviðleitni má aldrei niður falla neinn dag né neins stað- ar og verður að vera fjölbreytt, eins og viðfangsefni þessa móts eru margþætt. En þótt fjallið heima sé fagurt og gott að vera þar á ströndinni, á stéttinni eða í dalnum, er okkur hollt að koma hingað aftur í Reykjadal eftir 15 ár og hafa undirbúið þá komu með viðleitni til upp- byggilegs félagsstarfs með einstaklings- þroskann fyrir augum. Er við lítum til þess, hvað við aðkomu- menn, yngri og eldri, kunnum að hafa á okkur lagt til þess að komast hingað, skyldum við hafa í huga, að hér er ekki stofnað til mannfalls né mannskemmda, heldur skyldi þessi vígaslóð vera vett- vangur þroskavænlegrar viðureignar öll- um þeim til handa, er hér eru þátttak- endur og einnig njótendur. Hér verður framin margþætt íþrótt hinna 800 þátttakenda, líkamlegar íþróttir, starfskeppnir, söngur, ræðu- höld og margþættar menningarlegar skemmtanir. Allt fólk, sem kemur hingað, mun og sotja sér það mark að keppa að, að framkoma þess verði góð, svo að æsku- lýðnum verði til sæmdar, samtökum hans °g þessu ágæta héraði og íbúum þess. Héðan sér ekki mjög til hrikafjalla. En viðbúnaður heimamanna er hér með slík- um ágætum, að okkur er vígð jörð hö: luð til átakanna. Hér eru höfð í huga hin glæsilegu ytri skilyrði þessa staðar, bygginga og marg- víslegra mannvirkja, ræktar og viðreisn- ar, er hvarvetna getur að líta í þessari blómlegu byggð, en einnig innri viðreisn- ,in, sem orðið hefur hér, hugsjóna- byggingarnar, hugtúnaræktin, fórnarbar- átta brautryðjenda alþýðumenningar Þingeyinga, sem hefur orðið svo snar þáttur í þjóðmenningu okkar. Það viðreisnarstarf er orðið mikið og nær yfir langan tíma. Menn þessara byggða hér liafa lagt leið sína út á þjóðlífsvettvanginn og barizt þar svo drengilega, að okkur hefur reynzt auðveldara en ella hefði getað orðið að koma hingað, sem erum mörg frá yngri bræðrum Laugaskóla og úr félags- legu umhverfi, mótuðu af mönnum héðan. Björn heitinn Jakobsson skólastjóri, er ríkan þátt hefur átt í undirbúningi þessa móts h'fs og með tilstyrk nemenda sinna liðinn, gerði mynd af dal og ungling, er segir, — sú er undirskrift myndarinnar: ,,Hún kemur ekki í haust“. Við þessa hugsun unga mannsins slær fölva á dal- inn. Stúlkan piltsins vildi ekki vera í daln- um hans, þegar vetraði og á móti blés. Gegn þeim hugsunarhætti viljum við snúast. Við munum leitast við að gera bjart í dal Björns Jakobssonar. Takmark þessara móta er, þegar við hcyjum þau í skauti íslenzkra byggða á heitum stöðum jarðar og mannshjartna. að barátta okkar og keppni leiði til þess þroska, er býður vetri og sérhverri ein- s K l N F A X I 13

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.