Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1967, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.07.1967, Blaðsíða 6
Aðalsteinn Sigmundsson formaður 1930—1938 mikill af sjálfum sér og farsællega mótaður íslenzkum og samnorrænum anda ræktunarhugsjónarinnar. Á þessu sumri, árið 1967, hefur ein- att lagt mikinn rykmökk yfir Hauka- dal, Laugarvatn og Þingvelli. Moldir landsins eru að fljúka á haf út. Vindar, sem ekki blása af norðri, valda ekki þessum spjöllum. Þó skyldi þess gætt, að annars konar vindar, úr austri, suðri og vestri, feyki ekki á brott jarðvegi þjóðlegrar menningar og manngildis. Þjóðernismálin krefj- ast hollustu alþjóðar. Viðnáms er þörf taumhalds og bindindissemi. Vonandi stuðlar ný Eiríkur J. Eiríksson formaður síðan 1938 æskulýðslöggjöf að auknu félagslegu og siðgæðislegu uppeldi æskulýðsins. Ungmennafélögin eiga miklu hlut- verki að gegna nú sem fyrr, þar sem er ræktun og gróðurvernd lands og lýðs. Héraðsskólarnir þurfa að vera aflstöðvar ungmennafélaganna úti um byggðir landsins. Þau lögðu mikið lið, er þeim var komið upp. Félagsheimilin hafa og miklu hlut- verki að gegna, enda eiga ungmenna- félögin mikinn þátt í stofnun þeirra margra og rekstri. Forysta ung- mennafélaganna á sér hvöt að duga sem bezt, þar sem gott starf einstakra félaga er og héraðssambanda. Hið opinbera þarf og að meta starf ungmennafélaganna með auknum fjárframlögum og bættri félagslegri aðstöðu. Ungmennafélögin eru og öðr- um þræði íþróttafélög og þannig er það einmitt á Norðurlöndum, einkum í Finnlandi og Danmörku. Félögin verða að eiga aðgang að íþróttasjóði, og er einmitt gert ráð fyrir því í hinni nýju æskulýðslög- gjöf, sem liggur fyrir Alþingi. Ungmennafélagar vinna að land- græðslu og skógrækt, þau hafa haldið tilþrifamikil mót víðs vegar um land í sumar og lengi mætti telja upp verk þeirra. Þannig halda þau upp á 60 ára afmæli U.M.F.Í. Viðreisn í Þrastarskógi og væntan- legt landsmót á Eiðum næsta sumar eru og merk viðfangsefni. Ræktum enn land og lýð. „Eúið sólskært sumar undir sérhvern hug og gróðurblett.“ íslandi allt! Eiríkur J. Eiríksson. 6 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.