Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1967, Blaðsíða 24

Skinfaxi - 01.07.1967, Blaðsíða 24
kennari við námskeiðið yrði Jón Þor- steinsson íþróttakennari. Okkur var tilkynnt hvers okkur væri þörf í bún- aði og hvar hann fengist. Allir höfðum við einhvers staðar fengið inni og vorum komnir í mötuneyti. Við geng- um frá þessari athöfn til kaupa á bún- aði, og sem fyrr segir vorum við kl. 5,30 mættir í fimleikasalnum í fyrstu stund námskeiðsins. Námsgreinarnar voru þessar: Fimleikar, þjálfun og kennsluæfingar, íslenzk glíma, frjáls- ar íþróttir, knattspyrna, handknatt- leikur, Múllers-æfingar, vikivaka- dans, sund og leikreglur allar, sem Í.S.Í. hafði gefið út. Það er ekki ofsögum sagt, að í kennaraliði þessa námskeiðs var val- inn maður í hverju rúmi. Námskeiðs- stjórinn, Jón Þorsteinsson, kenndi fimleika, glímur og Mullers-æfingar og kennsluæfingar allar, ásamt líf- færafræði. Benedikt G. Waage kenndi knattspyrnu og reglur, Steindór Björnsson íþróttareglur og lög. Bræð- urnir Ólafur og Jón Pálssynir kenndu sund, Ólafur Sveinsson frjálsar íþrótt- ir, aðallega köst. Jón Kaldal kenndi hlaup, Reidar Sörensen stökk. Valdi- mar Sveinbjörnsson kenndi hand- knattleik, Helgi Valtýsson vikivaka- dans, Sveinn læknir Gunnarsson heilsufræði, en heilsugæzlustjóri var sjálfur landlæknirinn Guðmundur Björnsson. Fyrirlestrar voru haldnir og önnuð- ust þá aðallega: Benedikt G. Waage, Gunnlaugur Björnsson kennari og Guðmundur Mosdal, en Davíð Schev- ing Thorsteinsson og Axel Tulinius fræddu okkur um Skátahreyfinguna. íþróttanámskeið þetta var aðallega til húsa í Goodtemplarahúsinu, auk þess var kennt í sundlaugunum, í fim- leikasal Menntaskólans og úti á Mela- vellinum, sem þá var nýlega kominn í gagnið. Það yrði of langt mál að kynna hvern og einn nemandann, enda voru þeir víðast hvar af landinu og úr kaup- stöðum landsins, Vestmannaeyjum, Hafnarfirði og Reykjavík. Hvernig var svo deginum varið á þessu íþróttanámskeiði? Kl. 8 að morgni vorum við allir mættir til sundnáms í Sundlaugunum. Kl. 10 vorum við mættir í Goodtemplarahús- inu, vorum þar við glímuæfingar, fimleikaæfingar og Mullers-æfingar fram til kl. 12. Kl. 1 fór fram bókleg kennsla til kl. 2,30. Þá var farið út á Melavöll til æfinga í frjálsum íþrótt- um og knattspyrnu. Kl. 5,30 var svo fimleikakennslan og stóð til kl. 7. Handknattleik iðkuðum við í leik- fimisal Miðbæjarbarnaskólans í jóla- 24 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.