Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1967, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.07.1967, Blaðsíða 7
Pramkvæmdastjópi UMFÍ í sumar Rætt við Stefán Magnússon, íþróttakennara Stefán Magnússon íþróttakennari á Selfossi hefur verið fastur starfsmaS- ur Ungmennafélags íslands í sumar. Stefán hefur reynzt mjög ötull og glöggur starfsmaður, og er það mikið tjón fyrir samtökin að ráðningartími hans er aðeins skammur að þessu sinni, en Stefán er fastráðinn kennari og verður því að hætta störfum hjá UMFÍ í september. Skinfaxi kom að máli við Stefán og spurði hann um starfið í sumar, en hann var þá nýkominn úr erindrekstri á Vestfjörðum. — Síðan ég hóf starfið í byrjun júlí hefur starf mitt verið fyrst og fremst SKINFAXI hér í skrifstofunni fyrir utan Vest- fjarðaferðina. Ég hef haft samband við flest héraðssamböndin í landinu og boðið þeim aðstoð héðan, og hafa þau notfært sér það talsvert. — Eru ekki margir farnir að hugsa til landsmótsins á næsta ári? — Jú, ég held að allir vilji gera sitt bezta til að landsmótið verði sem veg- legast. Undankeppnin í knattleikjun- um hefur farið fram í sumar. Þá má það gjarnan komast á framfæri, að bæklingar um hinar ýmsu greinar starfsíþrótta fást nú aftur hér á skrif- stofunni, og vil ég hvetja ungmenna- félögin að notfæra sér það. Kristján Ingólfsson formaður UÍA 7

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.