Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1967, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.07.1967, Blaðsíða 23
40 ára minning frá íþróttanámskeiði ÍSÍ og UMFÍ 1926 til 1927 Gísli Sigurðsson er gamalkunnur íþróttamaður í Hafnarfirði, og hefur nú um margra ára skeið áunnið sér mikið orð fyrir fræðimennsku og rann- sóknir á sögu Ilafnarf jarðar. Gísli sendi Skinfaxa þessar endurminningar sín- ar um íþróttanámskeið fyrir 40 árum. I>að er bæði fróðlegt og skemmtilegt að kynnast þcim aðstæðum, sem ungir og áhugasamir íþróttamenn áttu við að búa á þeim árum. »A eftir Gísla, Eiríki og Helga í þrem- ur röðum áfram gakk“. Hljómur hinnar björtu, mjúku raddar Jóns íþróttakennara Þorsteins- sonar ómaði yfir okkur í fyrsta sinn í i'imleikasal Menntaskólans í Reykja- vík, sem þá var bezti fimleikasalur höfuðborgarinnar. Þessir alnafnar Bakkabræðra lögðu þegar í stað upp i gönguna kringum salinn hlið við hlið með halarófu ungra manna á eftir sér, sem allir voru mættir með þann eina ásetning að lyfta merki íþróttanna til meira vegs í landinu. 1. nóvember 1926 og kl. er 5,30. íþróttanámskeið Í.S.Í. og U.M.F.Í. er að hefjast. Öðru slíku námskeiði hafði verið hrundið af stokkunum 1924, og gefist svo vel, að sjálfsagt þótti að efna til annars slíks. Um sumarið hafði birzt í blöðum landsins auglýsing um nám- skeið þetta og umsóknir tóku þegar að streyma að. Laust eftir hádegi þennan umrædda dag var íþróttanámskeiðið sett í húsi Goodtemplara af forseta Í.S.Í. að við- stöddum stjórnarmeðlimum öllum og stjórn U.M.F.Í. Þarna voru einnig mættir flestir kennarar, er starfa skyldu við námskeiðið. Forsetinn Benedikt G. Waage setti samkomuna með ræðu. Kynnti kennara, náms- greinar og að aðalstjórnandi og aðal- hann varð einn af forustumönnum þessarrar hreyfingar, og Sigurður var formaður Héraðssambandsins Skarp- héðins í 45 ár (1921—1966). Af þessu má sjá, að skóli Sigurðar Greipssonar í Haukadal og ungmenna- félagshreyfingin hafa alltaf verið fengd hugsjónalega og siðferðilega, og þess vegna eiga ungmennafélögin Sigurði mikið upp að unna. Lífsstarf SKINFAXI Sigurðar Greipssonar hefur verið unn- ið í þágu æskunnar, til að auka hreysti hennar og félagsþroska. íþróttaskól- inn hefur ekki aðeins sannað nytsemi sína og tilverurétt fyrir löngu, heldur er það siðferðileg skylda ungmenna- félaganna að gera sitt bezta til að efla þenna skóla og gera veg hans sem mestan í framtíðinni. E. Þ. 23

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.