Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1967, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.07.1967, Blaðsíða 8
var hér á ferð nýlega og sat fund með stjórn UMFÍ og flutti henni skýrslu um undirbúning landsmótsins á Aust- urlandi — Hvaða verkefni eru stærst framundan? — Það er t. d. þing UMFÍ, sem haldið verður á Þingvöllum dagana 16. og 17. september n.k., og svo 60 ára afmæli UMFÍ, en þess verður minnst á þinginu sérstaklega. Þingundirbún- ingur er þegar hafinn. Öll slík störf mæða að sjálfsögðu eitthvað á skrif- stofunni. Þá má geta þess, að meðal verkefna okkar í sumar var að taka á móti hópi ungmennafélaga frá hin- um Norðurlöndunum, sem gistu ís- land á æskulýðsþingi Norðurlanda, sem hér var haldið. Við fórum með hópinn austur í Þrastaskóg og sýnd- um þeim framkvæmdir þar. Einnig var skoðað hið myndarlega félags- heimili, Borg í Grímsnesi. Þetta var fróðleg og ánægjuleg heimsókn fyrir báða aðila. — Hvað segirðu um ferð þína til Vestfjarða? — Þetta var viku ferðalag um sam- bandssvæði HVÍ og einnig um Barða- strandasýslur. Ég held að þetta hafi verið þarfur erindrekstur, því flest ungmennafélögin á þessum slóðum eiga við allmikla erfiðleika að etja, og þarfnast mjög sambands og aðstoð- ar UMFÍ. Ásamt Bergi Torfasyni á Felli í Dýrafirði, form. HVÍ, heimsótti ég nær öll ungmennafélög á sambands- svæðinu. Þarna er víða góður efni- viður fyrir hendi, en skortur á leið- beinendum og aðstöðu til íþróttaiðk- ana. Til merkis um áhugann má geta þess, að í einu sveitarfélaginu eru allir íbúarnir, sem eru eldri en 16 ára, í ungmennafélaginu að tveimur und- anskildum. Á Vestfjörðum vantar hins vegar tilfinnanlega bæði íþrótta- hús og íþróttavelli. Slík aðstaða er ekki einu sinni fyrir hendi í öllum þorpunum. Ef hægt væri að bæta úr þessu og kosta kennara til að ferðast milli félaganna, myndi unga fólkið áreiðanlega þyrpast til starfa í ung- mennafélögunum eins og raunin hefur orðið annars staðar, þar sem aðstaða er betri. Ýmis félagsstarfsemi hefur verið þarna samt sem áður, t. d. leik- starfsemi. Einnig ferðaðist ég um svæði þau, þar sem áður voru starfandi tvö hér- aðssambönd, sem nú eru í dvala. Það eru Ungmennasamband Norður-Breið- firðinga og Ungmenna og íþróttasam- band Vestur-Barðastrandasýslu. Þarna eru starfandi einstök ungmennafélög, sum með myndarbrag, en erfitt um starfsrækslu héraðssambanda. Þó er ekki ólíklegt að það síðarnefnda verði endurreist innan skamms. — Hvað er þér efst í huga, Stefán, eftir starfið í sumar? — Ég get ekki neitað því, að mér verður mest hugsað um nauðsyn þess að eíla tengslin milli aðalstöðvanna og ungmennafélaganna og samband- anna í hinum ýmsu byggðarlögum. Samstarfið við stjórn UMFÍ hefur ver- ið ánægjulegt, og allir hljóta að sjá, að samtökunum er höfuðnauðsyn að hafa fasta starfskrafta, þótt fjárhag- urinn hamli því. Það væri mjög mikil- vægt, ef stjórnin hefði ráð á því að senda leiðbeinendur til héraðssam- bandanna. Þá er ég sannfærður um að straumur unga fólksins inn í ung- mennafélögin myndi stóraukast. 8 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.