Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1967, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.07.1967, Blaðsíða 14
Guðmundur Böðvarsson: Talað við eldri og yngri Ungmennasamtökin í Borgarfirði stóðu fyrir stórglæsilegri útihátið í Húsafells- skógi um verzlunarmannahelgina. Dag- skrá mótsins var mjög fjöibreytt, öll á- fengisneyzla var bönnuð. — Geysilegur mannfjöldi sótti hátíðina. Á þessari hátíð flutti Guðmundur skáld Böðvarsson á Kirkjubóli ræðu þá, sem hér fer á eftir. Skinfaxi bað Guðmund um Ieyfi til að birta ræðuna, því hún á tvímælalaust er- indi til alls ungs fólks á Islandi, og reynd- ar til hinna eldri líka. Ég finn ástæðu til þess að byrja mál mitt með hamingjuóskum til þeirra tveggja félagslegu samtaka, sem að þessu móti standa, Ungmennasam- bands Borgarfjarðar og þeirrar æsku- lýðshreyfingar, sem ágætir menn hafa vakið í þessu héraði og hér hefur starfað undanfarin ár, með það að markmiði að gefa ungu fólki kost á að hittast og skemmta sér á menning- arlegan hátt. Ungmennasamband Borgarfjarðar er mér að góðu kunnugt, allt frá fyrstu tíð þess og fram á þennan dag. Það mun á þessu ári eiga hálfnaðan sjötta tug aldurs síns og megum við öll í því tilefni þakka því unnin störf í fortíð og kjósa því heillir í framtíð að góð- um og gömlum sið. — Það voru afar og ömmur unga unga fólksins í dag, sem stofnuðu ungmennafélögin og báru þau uppi á blómaskeiði þeirra. Því skal enginn dirfast móti að mæla, að þá var tími mikillar vonar og trúar á land og þjóð. Seinna varð það tízka, — og þótti góð fyndni, jafnvel í fremstu bókmenntum okkar, að gera sem skoplegasta tilraun þessa fólks til mannbætandi samtaka. En sjaldan hafa slegin verið verri vindhögg, því ég fullyrði að aldrei, hvorki fyrr né síðar, hefur á þessu landi risið fjöl- mennari og samstilltari félagsskapur með slíkan fjölda göfugra markmiða, né unnið þar að af lýtalausari ósér- ^ plægni og hreinni hug. Um æskulýðshreyfingu þá, sem hér hefur verið vakin í því tilefni sem ég áðan nefndi, er það að segja, að til hennar setjum við öll miklar vonir, að hún sé og verði virkur og ham- ingjusamlegur aðili í þeirri viðleitni að efla góðan sið á mannamótum þess- arar litlu þjóðar og þannig endur- heimta það, sem við teljum okkur hafa átt, en síðan misst, á þeim vett- vangi. Því sannast sagna hefur á þann veg snúizt, að of oft á undanförn- um árum hefur gróðasjónarmiðið eitt ráðið gerðum þeirra aðila, sem hóað hafa saman ungu fólki til svokallaðra skernmtana. Það er sannarlega rétt og sjálfsagt að lyfta sér upp og taka létt á hlutun- um öðru hverju. Orðtak segir að góð hók sé gulli betri, allteins má segja að góð skemmtan sé gulli betri, og 14 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.