Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1967, Blaðsíða 27

Skinfaxi - 01.07.1967, Blaðsíða 27
þessum gamla glímumanni sárni, að síðar skuli sú hefð hafa komizt á í kappglímum að mönnum leyfðist að níða andstæðinginn niður. Emil hefur fylgzt vel með, og hann gerir sér grein íyrir því, hvers vegna Ijótur svipur hefur stundum verið á kappglímum. Á bls. 94 bendir hann á hættuna, sem því fyigir, ef leikreglum er ekki fylgt af kennurum og dómurum. Gagnrýni Emils er sterk fyrir það, hversu öfga- laus hún er og vel rökstudd, og í öll- um skrifum hans felzt einlægur og já- kvæður vilji til að viðhalda giímunni sem glæsilegri og tilkomumikilli íþrótt. Fróðlegar eru lýsingar Emils um frumstæðar íþróttaæfingar við erfið- ar aðstæður í ungdæmi hans og um glímuiðkanir og glímulag manna uyrðra. Þá var glíman íþrótt ungra manna og skemmtun allra í Þingeyj- arsýslu. Á þessum gullaldartímum voru það „prestarnir, sem héldu við og efldu áhugann á glímuíþróttinni, hver í sínum sóknum, en þeir höfðu flestir lært og æft glímuna í skóla ...“ Ef til vill væri vegur glímunnar meiri um land allt í dag, ef þessarrar ágætu forystu presta hefði notið við áfram, og vissulega væri starf klerka- stéttarinnar virðulegra og lífrænna, ef þeir hefðu haldið áfram að láta sig þessi mál skipta. Nokkrir fróðleiksmolar eru um glímuiðkanir í öðrum landshlutum, en sagnfræðilega séð er hér fyrst og fremst glímusaga Þingeyinga, sem er mjög merk, og ómetanlegar eru frá- sagnir Emils af Grettisglímunum á Akureyri, þar sem hann var sjálíur þátttakandi. MYNDAMÓTIN BEZT FRÁ SKINFAXI 27

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.