Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1967, Blaðsíða 17

Skinfaxi - 01.07.1967, Blaðsíða 17
lits til þess, hvað auðvelt er að spilla smekkvísi og tilfinningum þess sálar- lífs sem enn er í mótum. Þegar við lítum á allt þetta, sem er þó aðeins brot af mikilli heild, þá virðist liggja í augum uppi, að hið marglofaða og alfrjálsa viðskiptakerfi velferðarríkisins hefur leiðzt afvega, eða öllu heldur þanizt út yfir æskileg takmörk. Annað verður varla sagt, þegar lífsþyrstur og óreyndur ung- lingur verður ákjósanlegt fórnardýr fyrir markvissa þróun þess, eins og nýlendan fyrir stórveldið, — og eldri kynslóðin keppist við að selja hinni yngri hina óæskilegustu hluti í sem mest lokkandi formi. Eg er ekki að halda því fram, að hin svokölluðu vandamál æskunnar séu meiri hér hjá okkur en öllum öðrum. Eg gæti þvert á móti trúað að þau væru minni, jafnvel miklu minni, og sjálfsagt hafa allar þjóðir við ein- hverja erfiðleika að stríða í þeim efn- um sem öðrum. Gamli tíminn hefur alltaf verið kvartandi og kveinandi yfir því, hve illa honum gekk að móta nýja tímann eftir sínu höfði, steypa hann í því móti, sem hann taldi sjálf- um sér heppilegast þá stundina, — °g án þess að meta réttu mati þann arf, sem hann skilaði af sér. En ekki er æska nútímans öfundsverð af öllu því sem hún nú hlýtur að taka við úr hörxdum hinna eldri. Merkileg staðreynd er það, að þær bjóðir, sem græddu peninga á blóð- fórnum þeirra er björguðust, kvarta hvað mest yfir sinni ungu kynslóð. Við, hér á þessum hólma, græddum víst töluverða fúlgu fjár á árunum SKINFAXI 1939—’45, og þess utan má segja að við höfum síðan búið við nær óslitið góð- æri og sívaxandi framleiðslu allt fram á þennan dag. Hvað sem er um aðrar þjóðir, þá er mér ekki grunlaust að við, sem lengi höfum búið fátæk í fátæku landi, höfum steypzt helzt til óviðbúinn inn í ókunnar kringum- stæður. Fólk á mínum aldri og eldra, veit, að breytingarnar hafa skollið á okkur eins og sviptibylur. En þá ætt- um við líka að gera okkur ljóst, að margt af því sem við teljum miður fara nú í venjum og lífsháttum unga fólksins okkar, á beinlínis rót sína í fávísi og viðvaningshætti hinna eldri, og þar er ef til vill okkar eina afsökun: okkar eigið reynsluleysi í þeim breyttu aðstæðum, sem nú og undan- farin ár hafa verið fyrir hendi. Við eigum blátt áfram enga lífsreynslu, sem við getum skilað af okkur til æskufólks okkar, í því að vera tiltölu- lega velmegandi og gæta samt skyn- samlega líðandi stundar og fengis fjár. Og það er síður en svo undarleg- ur hlutur þó reynsluleysi okkar sjálfra í þeim efnum komi hart niður á unga fólkinu. Ég þykist sjá að nú, þegar bú- ast má við fjörunni eftir flóðið, verði snúið inn á nýjar leiðir til fjárafla okkur ókunnar með öllu, og skal hér engu um það spáð, hversu gefast muni. En hlut okkar gagnvart æskufólki þessa lands mættum við gjarna bæta. Ekki með því að fá því í hendur meira fé til þess að taka af því aftur fyrir vafasöm verðmæti, heldur með öllu því sem heyrir þegnlegu og siðferði- legu uppeldi, en þar er eins og flest sé frá okkar hendi í mótsögn og skipu- lagsleysi, enda ekki fyrir að synja að við höldum að því, allt frá fyrstu 17

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.