Skinfaxi - 01.07.1967, Blaðsíða 19
Þú lœrir af bókum um þrengingar íslenzkrar þjóðar
og þrekraun til sævar og lands
og kúgun og áþján, hann afi þinn kunni þá sögu
og enn betur foreldrar lians,
sem vissu það skást að vænta sér góðs eftir dauðann,
er „sál fer til sœluranns“.
Þú lærir það og, að við lyftum því Grettistaki
að losa um viðjar og bönd.
— En við gleymum svo fljótt.
Hve auðvelt er löngum að lokka
í Ijónsginið óvitans hönd.
Því streymir nú blóð þinna systkina svartra og hvítra,
því loga hin hersetnu lönd.
Og harpan hans afa skal vara þig við þeirri hœttu,
sem vitjar þín jafnt og þétt:
Þér er ekki bœrt að bindast til neinnar áttar
þeim böndum er skerði þinn rétt
í landi þín sjálfs, — því þá ert þú heillum horfin,
í sólleysið verður þú sett.
Þitt hlutverk er stórt: að stefna til þeirrar aldar
er styrjöldum breytir í frið,
— og láttu ekki svíkja þau loforð sem þér voru gefin,
þar liggur þín framtíð við:
hinn svefndrukkni varðmaður vaknar um seinan, í angist,
með fjandmenn á hvora hlið.
— Þú veizt eins og ég, að fljótt líður fagurt vorið,
þá fækkar um söng og dans,
og skyldan hún kemur og kallar þig til þess að verja
þinn knérunn og arin hans,
og gerir þú það, þá átt þú um eilífð þitt frelsi
og fegurð þíns föðurlands.
En lát þér ei íþyngt að hreimi gamallar hörpu,
sem hefur um stund verið mín,
að vályndur heimur unni þér ævinlegs friðar
er ósk mín og von til þín,
og njót þeirrar stundar er stjarnan fegurst af öllum
í heiði við Hraundranga skín.
SKINFAXI
19