Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1967, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.07.1967, Blaðsíða 20
SIGURÐUR GREIPSSON og Haukadalsskólinn Sigurður Greipsson, hinn kunni ung- mennafélagsleiðtogi og íþróttafröm- uður í Haukadal, varð sjötugur hinn 22. ágúst s.l. Á þessu ári eru 40 ár lið- in síðan Sigurður hóf starfsemi íþróttaskólans í Haukadal. Þessa tvöfalda afmælis var minnzt í átthögum Sigurðar á afmælisdegi hans. Nemendur Sigurðar, eldri og yngri komu saman á skólasetrinu kl. 2 síðdegis. Urðu þá miklir fagnaðar- fundir nemenda, kennara og skóla- stjóra. Þá var ekki síður ánægjulegt fyrir nemendur að heiisa húsmóður- inni á staðnum, Sigrúnu Bjarnadótt- ur, sem með frábærum dugnaði og einstakri hógværð hefur séð um þetta fjölmenna heimili. Menn rifjuðu upp gamlar endur- minningar og endurnýjuðu gömul kynni, sungu ættjarðarljóð og aðra söngva, og meðan þessu fór fram, neyttu menn ríkulegra veitinga, sem fram voru bornar. Síðan var farið út, gengið um hverasvæðið og horft á gos úr Strokki, Sóða og Smið. Menn spreyttu sig á kasttækjunum og síðan var gengið fylktu liði frá Geysi hin- um mikla niður að skólahúsinu. Við þetta tækifæri flutti Kjartan Bergmann Guðjónss. ræðu, bar fram árnaðaróskir nemenda og tilkynnti fyrir þeirra hönd, að þeir hefðu á- kveðið að láta reisa brjóstmynd af Sigurði í Haukadal. Hefur Sigurjón Ólafsson, myndhöggvari tekið að sér að gera styttuna. Ýmsir aðrir tóku til máls, enda máttu margir ekki orða bindast, er endurminningarnar rudd- ust fram við þetta sérstæða tilefni. Skagfirzkur bóndi flutti Sigurði frumortar stökur, og allir hylltu ræðumenn afmælisbarnið. Margir af kennurum skólans frá ýmsum tímum voru þarna komnir, en i það hefur verið gæfa skólans hversu margir ágætir kennarar hafa starfað við hann. Einna lengst starfaði sem kennari í bóklegum greinum, Steinar Þórðarson, en hann er einn af þeim kennurum, sem með alúð og hávaða- lausri greind ná góðum árangri og verða farsælir í sarfi. Séra Guðmund- ur Óli Ólafsson hefur kennt álíka lengi við skólann, einnig með prýði- legum árangri. Báðir þessir heiðurs- menn voru þarna komnir, svo og kennararnir Gils Guðmundsson al- þingismaður, séra Sigurður Pálsson vígslubiskup og Arnór Karlsson, nú- verandi kennari. Sigurður Greipsson þakkaði árnað- aróskir og gjafir með eftirminnilegri ræðu, þar sem hann rifjaði upp ýmis- legt frá liðinni tíð. Efalaust hefur margt borið í hug Sigurðar, þegar hann stóð þarna fyrir framan „stráka- 20 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.