Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1967, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.07.1967, Blaðsíða 22
íþróttaskólinn í Haukadal, leiktimihúsið til vinstri, sundlaugin til liægri Sömu eiginleikar njóta sín hjá Sigurði í kennslustundum hans og í skólaræðum. Það er athyglisvert, hversu bókleg kennsla hefur verið mikil í Haukadalsskóla, og hefur hennar sjaldan verið getið að verð- leikum. Kennslan, eins og ég kynnt- ist henni, var öll með þeim hætti, að sómi var að og mikið gagn fyrir nem- endur. Um íþróttakennslu Sigurðar þarf ekki að fjölyrða. Kjartan Bergmann minnti á það í ræðu sinni, að leikfimi sú, er Sigurður kennir, beinist að því, að menn beri sig karlmannlega og frjálslega og þroski menn til vinnu. Menn hafa jafnan fundið það, þegar þeir komu frá Haukadal, að þeir voru miklu hæfari til daglegra starfa en áður. Getur nokkur leikfimikennari fengið betri vitnisburð en þennan? Langflestir nemendur íþróttaskól- ans í Haukadal hafa verið úr dreif- býlinu og jafnframt úr ungmennafé- lögum landsins. Ungir og áhugasamir piltar hafa lagt leið sína til Hauka- dals til þess að afla sér þekkingar á hugðarefnum sínum. Þeir hverfa aft- ur til heimkynna sinna, til ungmenna- félaganna, og allir eru þeir nýtari menn en áður og þarfari fyrir félög sín. Þeir hafa aukið þekkingu sína og öðlast frekari þroska til félagsstarfa. Margir hafa miðlað öðrum af því, sem þeir lærðu í Haukadal og leið- beint í íþróttum í sínum félögum. Mest áberandi er árangurinn af glímu- kennslu Sigurðar, enda njóta sín þar bæði sérstök kunnátta og ágætir kennsluhæfileikar hans. Það er því engin tilviljun, að flestir beztu glímu- menn landsins hafa verið nemendur Sigurðar. Starf Sigurðar fyrir þjóð- ariþróttina hefur haft ómetanlegt menningargiidi, og áreiðanlega væri hún ekki við lýði í þeim mæli, sem hún er í dag, ef hans hefði ekki not- ið við. Það leiðir af líkum, að Sigurður varð korungur félagi og virkur þátt- takandi í ungmennfélagshreyfingunni. Það varð heldur engin tilviljun að 22 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.