Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1967, Blaðsíða 28

Skinfaxi - 01.07.1967, Blaðsíða 28
Af vettvangi ungmennafélaganna Ungmennasamband Skagafjarðar hélt ársþing sitt á Sauðárkróki 30. apríl s. 1. Formaður UMSS, Guðjón Ingimundarson, Sauðárkróki, flutti skýrslu stjórnarinnar fyrir s. 1. starfs- ár. í henni kemur m. a. fram eftirfar- andi. í sambandinu eru 13 ungmennafé- lög, með 592 félagsmenn, þar af 444 gjaldskylda. Æskulýðsmálanefnd sambandsins gekkst fyrir tveirn kvikmyndasýning- um og tveim unglingadansleikjum á sambandssvæðinu. Þá efndi nefndin til veiðiferðar og útilegu og gekkst fyrir skíðaæfingum. Þrjú félög sendu sveitir í sveita- keppni UMSS í skák, og 12 þátttak- endur voru í hraðskákmóti sambands- ins. Á vegum sambandsins störfuðu að íþróttakennslu, þeir Ingimundur Ingi- mundarson, sem kenndi einkum frjálsíþróttir og handbolta, Guð- mundur Þ. Harðarson, sem var þjálf- ari í sundi um stuttan tíma og Páll Ragnarsson, sem þjálfaði og sá um knattspyrnuæfingar hjá Umf. Tinda- stól og um leið hjá sambandinu að því er varðaði þátttöku þess í 3. deild- ar keppni KSÍ. Nokkur vöxtur var í frjálsum íþrótt- um á árinu, og fleiri félög en áður sendu keppendur á héraðsmótið. Má þakka það störfum Ingimundar að frjálsíþróttakennslu hjá félögunum. Fimm frjálsíþróttamót voru haldin, og utan héraðs átti sambandið keppendur á sjö mótum. Sundfólki sambandsins gekk vel á árinu, og var töluverður þróttur í störfum þess og þátttöku í mótum innan héraðs og utan. Sex sundmót voru haldin á Sauðárkróki. Samkvæmt skýrslu sambandsins um áramót 1965—’66 er tala iðkenda í hinum ýmsu íþróttagreinum þessi: Badminton.............. 25 Frjálsar íþróttir .... 103 Handknattleikur .... 35 Knattspyrna ........... 85 Körfuknattleikur .... 30 Skíðaíþróttir.......... 61 Sundíþróttir ......... 115 Á þinginu var afhentur Afreksbikar Samvinnutrygginga, en hann hlýtur árlega fræknasti íþróttamaður hér- aðsins hverju sinni. Að þessu sinni hlaut Gestur Þorsteinsson bikarinn, og kom það engum á óvart. Gestur sýndi góðar framfarir á árinu og náði prýðilegum árangri í frjálsíþróttum. Hann setti m. a. UMFÍ-met í lang- stökki og einnig setti hann fjögur hér- 28 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.