Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1967, Blaðsíða 37

Skinfaxi - 01.07.1967, Blaðsíða 37
frjálsíþróttir og vann aS unglinga- keppni H. S. Þ. hjá ýmsum félögum. Vilhjálmur Pálsson starfaði á Húsa- vik við knattspyrnu-, handknattleiks- °g frjálsíþróttaþjálfun. Sigurður Jónsson þjálfaði sundfólk 1 sundlaug Húsavíkur tvisvar í viku yfir sumartímann. Bjarni Guðnason, Gunnar Gunnars- s°n, Jón Illugason og Brynjólfur Steingrímsson störfuðu að knatt- sPyrnuþjálfun í Mývatnssveit og Ein- ar Pétursson í Reykjadal. Verkefni sambandsins hafa verið mörg á liðnu starfsári og flest þeirra þokast nokkuð í rétta átt, þrátt fyrir ýmsa örðugleika Flest störf, sem unnin eru á vegum ii- S. Þ., eru innt af hendi sem þegn- skylduvinna og án endurgjalds. Þau eru margs konar, en hæst ber íþrótta- starfið, enda eðlilegt, þar sem ungt fólk á í hlut. Mest er starfið á vorin og sumrin, eý minna yfir veturinn, enda erfiðara tiðarfar og samgöngur á þeim tíma árs. Hm einstöku félög starfa þá meira, óvert í sinni sveit að ýmsum félags- °g menningarmálum, sem ekki verða rakin hér, þótt þau séu ekki hvað ^mnnstur þáttur í heildarstarfinu. Pramundan eru mörg verkefni, sem ó'ða úrlausnar. Skal hér drepið á uokkur þeirra. Landsmót U. M. F. í. verður haldið a Eiðum á næsta ári. Þangað mun fL S. Þ. að sjálfsögðu senda hóp ung- menna til keppni, bæði í frjálsum í- þróttum, sundi, knattspyrnu, hand- knattleik og starfsiþróttum. Eorkeppni í knattspyrnu og hand- knattleik fer fram á komandi sumri. Bikarkeppni F. R. í., sem fram fór SKlNFAXI í fyrsta sinn síðastliðið sumar, og H. S. Þ. stóð sig með miklum ágætum í, verður framvegis háð á hverju ári, og munu Þingeyingar taka þátt í henni á sumri komandi. Ennfremur þarf að undirbúa þátttöku í unglingakeppni Frjálsíþróttasambandsins og meistara- móti íslands í frjálsum íþróttum. Auk þess fara fram ýmiss mót heima í hér- aði, bæði stór og smá, einnig keppni við nágrannafélög, eða sambandslið í greinum einstaklingsíþrótta og hóp- íþrótta. Geta má þess, að á síðastliðnu sumri tóku þrjú lið af sambandssvæði H. S. Þ þátt í Norðurlandsmóti í knatt- spyrnu. Þá þarf að hefjast handa um að endurvekja glímuna í héraðinu og margt fleira mætti upp telja, svo sem bindindismót í Vaglaskógi, sem nú er orðinn fastur liður í sumarstarfinu. Til þess að hægt sé að leysa þessi verk- efni með nokkrum árangri, þarf mikið átak, ekki einungis íþróttafólksins sjálfs, heldur einnig héraðsbúa allra. An þjálfunar, hvort sem er á sviði íþrótta eða andlegra starfa, verður aldrei langt komizt. Frumskilyrðið til framfara er skilningur á þjálfunar- þörfinni og rétti hvers og eins til tóm- stundastarfa, hvort sem hann er í sveit eða kaupstað. Laugaskóli hefur lengi verið mið- stöð íþróttastarfseminnar í héraðinu. Þar hafa ungmenni héraðins komið saman, haldið sín mót og námskeið, og notið þeirrar aðstöðu, sem skólinn hefur haft upp á að bjóða. Verður svo svonandi enn um langa framtíð. Efnahagur sambandsins er, vægast sagt, mjög bágborinn, enda enginn fjárhagsgrundvöllur fyrir H. S. Þ. frekar en önnur íþrótta- og ungmenna- sambönd í landinu. Þó eru sumir 37

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.