Skinfaxi - 01.07.1967, Blaðsíða 26
Glíman ffyrr og
Eltlil
Tómasson
á yngri árum
ÞaS er ekki algengur viðburður, að
íslenzkar bækur um íþróttir komi á
markaðinn, en á sl. ári birtist þó ein
slík, og það meira að segja bók, sem á
mikla virðingu skilið. Bókin heitir „ís-
lenzka glíman“ og er eftir gamal-
kunnan glímumann, Emil Tómasson.
Emil er nú háaldraður maður, enda
man hann langt tímabil í glímusög-
unni, þar sem hann var upp á sitt
bezta sem glímumaður fyrir 60 árum.
Hann keppti um Grettisbeltið í ís-
landsglímunum 1906 og 1907, og varð
þriðii í fyrra skiptið en annar í seinna
skiptið. Þingeyingar mega nú muna
fífil sinn fegri í glímunni, því á upp-
vaxtarárum Emils var glíman í háveg-
um höfð í Þingeyjarsýslu og menn
lögðu áherzlu á að glíma létt og
drengilega. Það er því skiljanlegt að
kennslu þeirra og leiðbeiningar. Og
ég held ég megi fullyrða, að við mun-
um ekki setja það ljós, sem við tökum
með okkur héðan, undir mæliker“.
Nú, þegar ég horfi yfir þessa liðnu
4 tugi ára, finn ég mig standa í mikilli
þakkarskuld við stjórnir Í.S.Í. og
U.M.F.Í. Við alla góðu kennarana, sem
vel flestir kenndu kauplaust sínar
íþróttagreinar. Ég minnist vingjarn-
legrar framkomu frá þessum dögum
og fram til þessa dags. Þá er ég ekki í
minni þakkarskuld við þessa félaga
mína, sem æ síðan hafa sýnt mér vin-
áttu og vinarhug.
Svo kom skilnaðarstundin. Kom þá
margt í ljós, sem dulist hafði. Einn
lifði af skrínukosti allan tímann, ann-
ar að hálfu. Fæstir gátu af eigin
rammleik komist á þetta stutta nám-
skeið. Einstaka fékk styrk frá ung-
mennafélögum eða iþróttafélögum
sveita sinna eða bæja, aðrir voru á
vegum vina eða skyldmenna.
Og nú eru þessir menn komnir út
meðal lýðsins og hafa verið þar í
ýmsum störfum og hvarvetna hinir
nýtustu menn.
Og því settist ég niður að rita þetta,
að það verði að einhverju til að gjalda
þá skuld sem ég stend í við alla þessa
aðila, því oft finnst mér, sem ég eigi
mest að þakka, en hafi minnsta getu
til að greiða. Sendi ég svo öllum
kveðju guðs og mína.
Gísli Sigurðsson.
26
SKINFAXI