Skinfaxi - 01.07.1967, Blaðsíða 21
Sigurður Greipsson
hópinn“ og talaði við nemendur úr
40 „árgöngum“.
,>Eg var oft harður við ykkur, en
ég meinti vel“, sagði Sigurður meðal
annars.
Það er einmitt þetta, sem nemendur
Sigurðar gera sér ljóst, er þeir meta
vist sína í íþróttaskólanum í Hauka-
dal. Það er ungum mönnum hollt að
aga bæði huga sinn og líkama og beita
sJálfa sig hörku. Þetta læra menn hjá
Sigurði, og þess vegna vita þeir að
hann meinar vel. Það er því maklegt
að Sigurður verði var við ræktarsemi
fternenda sinna í eigin garð og til skól-
ans, því allir telja þeir sér góðan á-
vinning að dvölinni í Haukadal.
Að kvöldi afmælisdagsins var hald-
ið hóf í Aratungu, Sigurði til heiðurs.
Það var Héraðssambandið Skarphéð-
lnn og sveitungar Sigurðar, sem fyrir
skinfaxi
hófinu stóðu, en það sátu mörg hundr-
uð manns.
Hér verður ekki rakinn æviferill
Sigurðar Círeipssonar né þulin saga
íþróttaskólans í Haukadal, enda væri
það að bera í bakkafullan lækinn, svo
mikið sem um það hefur verið ritað
undanfarið.
Fyrir ungmennafélagshreyfinguna
væri það hins vegar fróðlegt og við-
eigandi að reyna að meta starf Sig-
urðar og skóla hans fyrir æsku lands-
ins, fyrir iþróttastarfið og félagsmál-
in í dreifbýlinu, því að þessum skóla
hefur frá upphafi verið stjórnað af
einum bezta forystumanni ungmenna-
félaganna á íslandi og í anda þeirra.
Það þarf ekki að vekja furðu, þeim
er Sigurð þekkja, þótt margir freist-
ist til þess að líkja honum við hetjur
Sögualdarinnar eða telji að Sigurð
Greipsson vanti í Njálu. Ef hægt er að
tala um „íslendingseðli“, þá er það
eflaust að finna í Sigurði Greipssyni.
Þess vegna finnst mörgum að þeir Ari
fróði, Grettir, Gunnar, Egill og fleiri
séu á ferli í Sigurði Greipssyni.
En staðreyndin er, að Sigurður er
20. aldar maður og hefur rekið skóla í
40 ár. Það er því furðulegt, að í þeim
mörgu, maklegu hrósyrðum, sem fall-
ið hafa um Sigurð, virðast menn hafa
gleymt þeim eiginleika, sem hlýtur að
gera verðleika hans stærsta, þegar
litið er á lífsstarf hans.
Ég á hér við það, hversu frábær
kennari Sigurður Greipsson er. Allir,
sem hlýtt hafa á Sigurð flytja ræðu,
vita, hversu vel hann nær eyrum
manna. Hann kann þá list að vekja
athygli annarra á máli sínu, enda
hugsunin oft frumleg og skemmtileg
og málið tæpitungulaust.
21